þriðjudagur, 27. maí 2008

Nú getum við


Það var sagt frá því fyrir stuttu að virkir sprautufíklar væru orðnir um 700 talsins á Íslandi og fjölgar svo ört að Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala talar um faraldur í þessu samhengi.


Í hópi sprautufíkla eru ungmenni og barnshafandi konur.

Vímuefnaneysla ungs fólks varðar landsmenn alla. Það er dýrmætt fyrir þjóðfélagið í heild sinni ef tekst að koma í veg fyrir að sá hópur sem leitar til unglingadeildar SÁÁ nær að hætta vímuefnaneyslu og halda áfram að mennta sig og verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Undir því er lífshamingja þeirra komin og allra þeirra nánustu.

Nú erum við svo heppin að geta gert eitthvað í málinu. Frá og með fimmtudegi og næstu daga þar á eftir selur SÁÁ Álfinn sinn til stuðnings ungu fólki í vímuefnavanda um leið og athygli er vakin á starfseminni og þeim sem í vanda eiga og aðstandendum þeirra er bent á úrræði.

Kúl.

Engin ummæli: