fimmtudagur, 29. maí 2008

Tjáðu þig til heilbrigðisvitundar


Nú er búið að samþykkja ný lög um leikskóla. Þetta er mikið framfaramál og ástæða til að óska þjóðinni til hamingju. Á lögunum eru þó hnökrar.


Starfshættir leikskóla skulu mótast af kristilegri arfleið okkar. Þetta er merkingarlaust.

Í markmiðum með uppeldisstarfinu var orðinu umburðarlyndi vikið burt í meðförum Menntamálanefndar. En því bætt við að markmið sé að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að efla heilbrigðisvitund þeirra, (af því börn eru orðin svo feit eins og segir í nefndaráliti).

Nú þurfa leikskólakennarar að leggjast yfir það hvernig tjáningar og sköpunarhæfileikar eru ræktaðir svo heilbrigðisvitund eflist.


Engin ummæli: