föstudagur, 23. maí 2008

Sjóvbíssness?


Í gær var ég viðstaddur hátíðlega athöfn þegar skrifað var undir samstarfssamning um þróunarverkefnið; Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum.


Nú var ég að vafra um innri vef Reykjavíkurborgar. Þar eru starfræktir 80 leikskólar, allir leikskólastjórar eru konur. Nú hefur Leikskólasviðið ákveðið að standa fyrir golfnámskeiði fyrir leikskólastjórana. Undir fyrirsögninni Golfnámskeið leikskólastjóra er auglýsing sem myndskreytt er með þessari mynd:
Má ég biðja lesendur um að hugsa sér einhverja starfsgrein þar sem stjórnendur eru allir karlmenn. Má ég svo biðja lesendur um að hugsa sér að þessir karlar myndu auglýsa golfnámskeiðið sitt með mynd þar sem fáklædd kona liggur undir klofi á karlmanni, hafandi boltana í munninum og á bringunni.

Hvaða viðbrögð fengi slík auglýsing, hjá femínistum, hjá konum, hjá stéttum sem nær eingöngu eru skipaðar konum?

Er þátttaka í þóunarverkefni um jafnréttisfræðslu kannski bara sýndarmennska?


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert að grínast er það ekki? Held að engum leikskólastjóra hvort sem hann er hún eða hann (þeir (meina karlkyns leikskólastjórar) eru og hafa verið til - og eru sennilega ekkert sérstaklega slæmt hlutfall útskrifaðra karla),já hvar var ég, held að engum leikskólastjóra sé gerður greiði með auglýsingu sem þessari, ég hefði alla vega ekki orðið glöð.

Unknown sagði...

Nei Kristín, ég er ekki að grínast.