fimmtudagur, 15. maí 2008
Ögmundur semur við ríkisstjórnina
Á vef SFR segir frá því að samningamenn BSRB hafi átt kjarasamningafund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta er annar fundurinn sem Ögmundur og Árni Stefán eiga með ráðherrunum á einni viku. En Ögmundur kallaði eftir beinu samstarfi við ríkisstjórnina eftir árangurslausa fundi samninganefnda 2. Maí
Þetta er haft eftir Ögmundi um fundinn í dag: “"Aðilar voru sammála um að hafa allt undir í viðræðunum, innihald kjarasamningsins og lengd samningstímans. Markmiðin eru þau sömu og í samningum á almenna vinnumarkaðinum að mikilvægast sé að ná niður verðbólgunni. Þá viljum við að samið verði um krónutöluhækkun en hún gagnast best lágtekju og miðlungstekjufólki,"
Formsins vegna munu nú samninganefndir hittast og semja um það sem samið var um í dag. Það vekur því athygli að engum sögum fer af umræðum á fundinum í dag af því sem segir í ríkisstjórnarsáttmálanum um að “endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.” Ætli það sé áhyggjuefni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli