mánudagur, 5. maí 2008

Er ég tryggður?


Þetta var nokkuð einfalt hjá Guðlaugi heilbrigðisráðherra í Silfrinu áðan (kvöldendursýningin). Hann er bara að kostnaðargreina til að geta gert upp við sig af hverjum hann ætlar að kaupa þjónustuna. Fínt.


Hann naut líka bakkupps frá Björgvini viðskiptaráðherra vorum, sem aftók með öllu að eitthvað væri verið að einkavæða. Sannfærandi.

Það á semsagt bara að nýta fjármuni skattborgarana betur. Koma á fót innkaupastofnun sem ákveður hvaða heilbrigðisþjónustu á að kaupa fyrir fólkið. Af hverjum á að kaupa hana og hversu mikið á að kaupa af henni. Fínt.

Til áréttingar því að ekki væri verið að bylta kerfinu spurði Björgvin hvort nokkuð ætti að heimila fjársterkum einstaklingum að kaupa sig framfyrir á biðlistum – og svaraði því svo sjálfur og afdráttarlaust neitandi. Sannfærandi.

En það er þetta með biðlistana og hversu mikið á kaupa af heilbrigðisþjónustunni sem verður að setja spurningarmerki við.

Þegar ákvörðunin um hvaða líkn á að veita er komin úr höndum lækna í sérstaka stofnun. Hvað gerist þá? Hvaða rétt á ég á þjónustu? Hefur það verið skilgreint? Hvaða trygging felst í þátttöku minni í almannatryggingakerfinu?

Hver ætlar að sjá til þess að það verði skilgreint hvað almannatryggingarnar mínar tryggja mér? Svarið er ekki VG, XD, Framsókn eða Jafnaðarmenn og hvað hann heitir fimmti flokkurinn. En auðvita þarf þetta að vera á hreinu svo vér kvíðnir, getum gert upp við okkur hvort rétt sé að fjárfesta í viðbótarsjúkratryggingu eins og í USA.

Fram að því má hanga í því að Evrópusambandið tryggir okkur gegnum EES samninga að við getum fengið þjónustuna erlendis, á kostnað Íslenska ríkisins.

Engin ummæli: