mánudagur, 12. maí 2008

Kristilegt siðgæði aftur í skólalög?


boðar Sigurður Kári Kristjánsson, sem merkilegt nokk er formaður Menntamálanefndar Alþingis, breytingartillögur á frumvörpum menntamálaráðherra til laga um grunnskóla, leikskóla og framhaldsskóla “…meðal annars á markmiðsákvæðum frumvarpanna sem ollu miklum deilum þegar frumvörpin voru lögð fram, þar sem í markmiðsákvæði frumvarpsins var ekki að finna ákvæði sem mælti fyrir um að skólastarf skyldi taka mið af kristilegu siðgæði.


Það er m.a. merkilegt við þessi ágætu frumvörp Menntamálaráðherra að Þorgerður vann þau í sátt við fagstéttirnar sem vinna eiga samkvæmt væntanlegum lögum.

Kristín Dýrfjörð vakti athygli á tilkynningu Sigurðar Kára í gær og í viðbrögðum við bloggi hennar segir Matthías Ásgeirsson m.a: “Ef þetta gerist, sé ég ekki annað í stöðunni en að menntamálaráðherra víki. Hún getur ekki lagt fram lagafrumvarp sem hún hefur áður ítrekað sagt að stangist á við alþjóðalög og mannréttindasáttmála.”

Ég þarf hinsvegar að pósta á þingmanninn minn í nefndinni og krefja hann svara. Á ég að trúa því að Katrín Júlíusdóttir háttvirtur 5. Þingmaður Suðvesturkjördæmis standi að þessum tillögum með Sigurði Kára?

Engin ummæli: