sunnudagur, 18. maí 2008

Hanna Birna á mannamáli


Á morgun þegar nýtt Mannamál, sem sjónvarpað var í kvöld, verður komið inn á vefTV Vísis ætla ég að telja hversu oft Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði að samstarfið í meirhluta borgarstjórnar væri gott, hversu oft hún sagði að hún væri stolt af borginni og fólkinu og hversu oft hún sagðist vinna að málefnum.


Svo ætla ég að reyna að hlusta eftir þessum málefnum. Það eina sem ég náði I kvöld var að hún vill auka valkosti í leikskólum og tryggja að þar fari einhver menntun fram. Sic.

Hvað táknar eiginlega þetta “fjölga valkostum í leikskólaúræðum” er það ekki annað orð yfir aukinn einkarekstur. Ef svo er, hvað um grunnskólana?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skelfilega innihaldslaust.

Svona talar Villi Vill líka alltaf þannig að við förum væntanlega úr öskunni í eldinn þegar oddivtaskiptin verða loks í þessum frábæra, duglega, jákvæða og samstillta baráttuhópi sem er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins.