föstudagur, 30. maí 2008

Frábært Þorgerður Katrín


Í Gærkvöldi klukkan 21:14 voru samþykkt á Alþingi lög um menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Með þeim lögum var starfsheiti leikskólakennara lögverndað. Í því felst viðurkenning sem marga hefur dreymt um í áratugi.


Það er óhætt að þakka Þorgerði Katrínu og óska henni til hamingju með þá lagabálka sem hún fékk samþykkta í gær. Það þurfti til þess festu, einurð og kjark. Menntamálaráðherra efndi til víðtæks samráðs í undirbúningi frumvarpanna og það var örugglega þetta samráð sem fleytti málunum í gegn.

Það er ekki víst að allir geri sér ljóst á hvaða krossgötum menntamálin standa á í dag en það á eftir að koma vel í ljós á næstu árum hvaða umbreyting er að verða.

Á mínum vinnustað var fagnað og aðstoðarskólastjórinn fór og keypti tvö kíló af Makkintosi til hátíðabrigða.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sem verðandi leikskólakennari fagna ég þessu! Verst bara að menn ákváðu að festa í lög ákveðin siðferðisgildi. Sé samt ekki hvað áhrif það á að hafa á okkur í starfinu.

Unknown sagði...

Já Egill við fögnum báðir.
Lög um menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ber að endurskoða innan tveggja ára, þannig að hnökra má slípa af.