sunnudagur, 27. apríl 2008

Ættleiðingar, auglýsingar og 24 stundir


Ég skrifaði hér um auglýsingu frá grænmetiskörlum og aulahúmor um ættleiðingar í gær. Ég fékk sterk viðbrögð við þessum skrifum, gríðarlega margar heimsóknir á bloggið, nokkur viðbrögð í kommentakerfið og þó nokkuð af emailum.


En það eru fleiri sem fengu viðbrögð. Nú hef ég það frá næst-fyrstu hendi að framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna sem lét framleiða auglýsinguna haf fengið fremur neikvæð viðbrögð við henni þegar hún birtist í fyrra skiptið.

Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélagsins, sem notar vörumerkið Íslenskt Grænmeti, brást þannig við að hann létt afturkalla birtingaráætlun fyrir þessa auglýsingu og bannaði að hún yrði birt aftur.

Þessi ósmekklega auglýsing birtist í 24 stundum í gær og það liggur því beint viða að álykta að fyrst hún er þar ekki að beiðni sölufélagsins sé hún þar á ábyrgð ritstjóra 24 stunda Ólafs Þ. Stephensen, verðandi ritstjóra Morgunblaðsins. Eða hver er það sem raðar auglýsingum sem ekki eiga að birtast inn í blaðið?


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta birtist fyrir mistök hjá þeim í 24 stundum á laugardaginn