sunnudagur, 17. ágúst 2008

Niðurstaðan


Okkar góði dómsmálaráðherra segir:

"Nýr meirihluti hefur í fjórða sinn verið myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur á kjörtímabilinu, sem hófst vorið 2006. Enn einu sinni sitja Samfylking og vinstri/græn eftir með sárt enni. Það er hin ótvíræða pólitíska niðurstaða þess , sem gerst hefur í borgarstjórn frá síðustu kosningum, að þrisvar sinnum hefur Degi B. Eggertssyni og Svandísi Svavarsdóttur mistekist að mynda meirihluta í borgarstjórninni...."

Þegar ég var sex ára ætlaði móðursystir mín að senda mig út í búð fyrir sig. Á leiðinni réðst að mér hópur stráka úr hverfinu hennar og ég var laminn með spítu. Af því má sjálfsagt draga þá ályktun að mér hafi mistekist að fara út í búð.

Hin ótvíræða pólitíska niðurstaða er auðvitað sú að nú þegar hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna sprengt í loft upp þrjá meirihluta á einu kjörtímabili. Um það er ekki deilt og óþarfi að tína til staðfestingar af heimasíðum borgarfulltrúanna sjálfra.

Þetta er niðurstaðan hversu mjög svo sem dómsmálaráðherra vor hlakkar yfir sárum ennum annarra.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður ...

kv, GHs

Nafnlaus sagði...

hahaha....Þetta er samlíkingin sem ég var að leita að þegar ég las þetta bull í honum Birni.

kv Bjarni B

Nafnlaus sagði...

Björn að toppa á réttum tíma. Las greinilega Bakþanka Davíðs í dag um að líta jákvæðum augum á hlutina.

Nafnlaus sagði...

Björn að toppa á réttum tíma. Las greinilega Bakþanka Davíðs í dag um að líta jákvæðum augum á hlutina.

Nafnlaus sagði...

Björn segir líka, sem er kjarni málsins:

"Þau [Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir]telja einfaldlega pólitíska hagsmuni sína meira virði en hagsmuni borgarbúa. Þau vilja ekki una því, að sjálfstæðismenn sitji í meirihluta í borgarstjórn. Þeim er andúðin á Sjálfstæðisflokknum mikilvægari en að mynda breiðan meirihluta um stjórn Reykjavíkurborgar."

Og:

"Ef einhver stuðlar að glundroða í þessari borgarstjórn, sem nú situr, eru það borgarfulltrúar Samfylkingar og vinstri/grænna. Þau telja sér það helst til framdráttar, en sjálfstæðismenn leggja sig fram um að mynda starfhæfan meirihluta."

Sem er frumskylda kjörinna borgarfulltrúa. Það er kjarni málsins.

Þau útiloka fólk. Útiloka að vinna með fólki. Sérstaklega Sjálfstæðisfólki. Hvers konar fagmennska er það? Hvers konar eigingirni og ofstopi? Hvers konar stjórnmál? Útilokunarstjórnmál. Og bregðast því frumskyldu sinni gagnvart borgarbúum - að mynda meirihluta.

Nafnlaus sagði...

Svo virðist - ef marka má skoðanakannanir - að borgarbúar trúi ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Talinu um ábyrgð og skyldur gagnvart borgarbúum.

Reykvíkingar eru almennt búnir að sjá í gegnum froðusnakkið. Allir nema Die Hard flokkshestar og þeir sem vilja ekki sjá.

Rómverji

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Það er Samfylkingin í borgarstjórn sem útilokar fólk. Útilokar að vinna með fólki. Sérstaklega sjálfstæðisfólki.

Hvers konar fagmennska er það? Hvers konar eigingirni og ofstopi? Hvers konar stjórnmál?

Útilokunarstjórnmál.

Og bregst því frumskyldu sinni gagnvart borgarbúum - að mynda meirihluta.

Björn Bjarnason segir líka á heimasíðu sinni:

"Þau [Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir]telja einfaldlega pólitíska hagsmuni sína meira virði en hagsmuni borgarbúa. Þau vilja ekki una því, að sjálfstæðismenn sitji í meirihluta í borgarstjórn. Þeim er andúðin á Sjálfstæðisflokknum mikilvægari en að mynda breiðan meirihluta um stjórn Reykjavíkurborgar."

Og:

"Ef einhver stuðlar að glundroða í þessari borgarstjórn, sem nú situr, eru það borgarfulltrúar Samfylkingar og vinstri/grænna. Þau telja sér það helst til framdráttar, en sjálfstæðismenn leggja sig fram um að mynda starfhæfan meirihluta."

Sem er frumskylda kjörinna borgarfulltrúa.

Það er kjarni málsins.

Samfylkingin tók þátt í upphaflegu svikunum með Birni Inga og Marsibil.

Það voru sannkölluð k l æ k j a s t j ó r n m á l.

Og ber svo allt í einu enga ábyrgð á neinu.

Eins og úlfur í sauðskinnsgæru.

Give me a break.

Nafnlaus sagði...

Ef við segjum það bara nógu oft þá getum við látið alla hluti vera Degi og/eða Svandísi að kenna.

Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!
Það var Dagur sem gerði það!

Sko... Hver trúir ekki núna?