fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Prósent til eða frá
Í fréttum segist Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, hafa 53% fylgi á bak við sig og Sjálfstæðisflokk samkvæmt seinustu sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og ekki þurfa að taka mark á skoðanakönnunum.
Þetta er ekki alveg rétt hjá borgarstjóranum. 6527 atkvæði F-lista og 27823 atkvæði Sjálfstæðisflokks eru 52% þeirra sextíu og sex þúsund og fjörutíu atkvæða sem greidd voru í Reykjavík.
Ef að Ólafur telur ekki með þá 1145 einstaklinga sem skiluðu auðu og ógildu í þessum kosningum má reikna fylgið til 53 prósenta.
Kannski er rétt hjá borgarstjóra að telja þennan hóp ekki með. Hann er nánast nákvæmlega jafn stór hópnum sem segist stiðja Ólaf núna en það eru 1188 manns.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli