miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Bara hurðarhúnn


1. þáttur:
Staksteinn og Þorsteinn skrifa pistla um að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna eigi að hætta núverandi meirihlutasamstarfi og fá Framsókn upp í.

2. þáttur:
Vangaveltur um nýtt meirihlutasamstarf fara af stað í fréttum og hönnuð frétt um Framsóknarflokk sem þriðja hjólið undir meirihlutasamstarfið í borginni er flutt í aðalfréttatíma RÚV.

3. Þáttur:
Fréttamenn segja frá því að fundarhöld standi yfir í ráðhúsinu. Í allan dag. Það er örugglega eitthvað að gerast bakvið þessar luktu dyr. Örugglega.

4. Þáttur:
Ekkert hefur gerst og fréttamenn ræða nú við aðra fréttamenn um hvað hafi gerst. Hvað táknar þetta allt spyrja blaðamenn aðra blaðamenn. Er blaðamaðurinn Gunnar Smári kannski ástæðan fyrir þessu öllu? Gæti það verið borgarstjórinn sé of oft fullur?


Allt er þetta farið að minna á fornfræga beina útsendingu Ingva Hrafns af hurðarhúninum í Höfða. Það er örugglega eitthvað að fara að gerast!

Í dag er borgarstjórnarmeirihlutinn veikari en áður, eins og sjúkur alkahólisti sem hvorki getur hætt né haldið áfram.

Sennilega er hægt að stóla á að áfram verður fjallað um málið, áfram má hafa gaman af vitleysunni og líklega er ekki öll von úti um að Sölva Fjord muni syngja í boði sitjandi borgarstjóra á menningarnótt.


Engin ummæli: