fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Ofboð


Ég á monnípeníngaglás og vil bjóða ráðherra í laxveiði svo ég geti eignast meiri monnípeníngaglás.


Böggið er bara að það er svo rosalega ósiðlegt að ráðherrann fari í lax í boði mínu.

En bögg er til að beygla.

Ef ég kaupi veiðileyfi dýrum dómi og sel þér með rosalega góðum afslætti og þú býður ráðherranum sem endurgreiðir þér þetta ódýra veiðileyfi – þá eru allir siðlegir og sáttir.

Ráðherrann fær ódýrt veiðileyfi, þú færð peníngana þína til baka og boðið mitt er bara afsláttur en ekki boð.

Svo getum við rætt um í ferðinni að hirða Hitaveitu Reykjavíkur af almenningi og eignumst allir mikla mikla monnípeníngaglás. Þetta er ofboðslega sneðugt hjá okkur strákar.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf með hag annarra í huga, blessaður öðlingurinn:

""Ég veit ekki hversu langt maður eigi að opna heimilisbókhaldið," segir Guðlaugur sem ekki vill skapa fordæmi með því að verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun."

Rómverji