þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Að feidast út...


Ég hef tekið eftir því að á vefsetri borgarinnar, reykjavik.is er myndin af borgarstjóra smátt og smátt að minnka. Í gær náði hún ekki upp í rammann sem henni er gefinn að ofan og neðan. Nú snertir hún ekki heldur brúnir rammans til hægri og vinstri handar Ólafi.


Myndin er reyndar orðin svo lítil að vart má greina að borgarstjóri er vel rakaður á þessari mynd.

Ég hef skoðað þetta í þremur gerðum vafra. Þetta er svona – og það er voða skrýtið.




2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er skemmtilegt forrit sem tæknideild borgarinnar á held ég heiður af, þannig að um leið og ákveðið hefur verið að skipta út borgarstjóra minnkar hann um hálfan sentimetra - á dag, þar til hann hverfur alveg,þegar búið er að skipta um borgarstjóra á borgarstjórnafundi.

Tæknin er mögnuð!

Nafnlaus sagði...

..... forritið tekur einnig mið af fylgi í skoðanakönnunum og hagar sér líka í takt við nefið á Gosa þ.e. minnkar þegar sannleikinn kemur í ljós. :)