þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Óskar sér stólinn
Það er reyndar ekki rétt að Hanna Birna hafi engu að tapa núna ef hún fer í meirihlutasamstarf við framsóknarmanninn Óskar Bergsson.
Það er engin ástæða fyrir Óskar að gera verri díl en Ólafur F. sérstaklega ef haft er í huga að seinasta framsóknarmanni sem átti samstarf við sjálfstæðismenn voru ekki beinlínis vandaðar kveðjurnar eftir að upp úr slitnaði.
Þau sögðu meðal annars um þann framsóknarmann að leitun væri að spilltari og siðlausari stjórnmálamanni og ólíklegt væri að í nútímastjórnmálum hafi nokkur stjórnmálamaður sýnt jafn mikil óheilindi
Það er því viðbúið að samstarf við Óskar komist ekki á koppinn fyrr en Hanna Birna hefur tekið við af Ólafi. Annars verður hún aldrei borgarstjóri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
"Það er því viðbúið að samstarf við Óskar komist ekki á koppinn fyrr en Hanna Birna hefur tekið við af Ólafi. Annars verður hún aldrei borgarstjóri."
Ekki vanmeta nauðir Óskars og Framsóknarflokksins. Þetta er þeirra síðasta hálmstrá.
Í öllu falli hljóta þessar bollaleggingar að skekja núverandi meirihluta. Æra óstöðugan, jafnvel.
Rómverji
"Æra óstöðugan, jafnvel."
Góður!
Aumingja vesalings fólkið! Ég held að það sé nokkurn veginn sama hvað Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera það sem eftir er af kjörtímabilinu. Þau eru einfaldlega of djúpt sokkin til að endurvinna traust borgarbúa. Óskar er þó væntanlega skárra kompaní en Ólafur.
Guðmundur Rúnar
Skrifa ummæli