mánudagur, 25. ágúst 2008

Banaslys í boði foreldrafélags


Fékk í dag dramatískan tölvupóst frá formanni foreldrafélags í Hvaleyrarskóla þar sem boðið var upp á banaslys ef bæjarstjórn Hafnarfjarðar setur á tengingu við Reykjanesbraut úr hverfinu.


Mætti á íbúafund með bæjarstjóra og her verkfræðinga. Þá kom í ljós að fyrirhuguð vegtenging með þeim aðgerðum til umferðarstýringar sem fylgja dregur úr umferð frá því sem nú er. Hún dregur úr umferð framhjá Hvaleyrarskóla og hún dregur úr umferð framhjá leikskólanum sem dóttir mín er í. Bæjarstjórn hefur unnið heimavinnuna.

Nokkur hiti var í sumum fundarmönnum í kvöld sem er eðlilegt. Áróðurinn hefur verið mikill og einhliða. Margt ofsagt og annað vansagt. Lúðvík var kúl.


Engin ummæli: