laugardagur, 16. ágúst 2008

Dylgjumaskínan

Jónas Kristjánsson segir:
“Dylgjumaskína Sjálfstæðisflokksins hefur nokkra daga linnulaust borið út dylgjur um, að Ólafur F. Magnússon sé á galeiðunni á kvöldin. Engin dæmi eru rakin um, að slíkt leiði til vandræða. Ef Ólafur lítur inn á kaffihús, er það hið bezta mál. Verðandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gaf dylgjunum vængi...”

Það vekur einmitt eftirtekt að þegar annar hver landsmaður heldur úti bloggi og allir eru nettengdir, hefur enginn komið fram sem séð hefur Ólaf verða sér til skammar og tekur þar með undir með Sjálfstæðismönnum. Þeir dylgja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ólafur hefur látið eins og búast mátti við af honum í upphafi og hefði ekki átt að koma sjálfstæðismönnum á óvart. Núna þegar "þegar þeir hafa fengið nóg" þá er hjólað í Ólaf af fullri hörku og á þann hátt sem ekki sæmir sjálfstæðisflokknum.
steini