föstudagur, 15. ágúst 2008

Meiri minnihluti


Einhver var að reyna að gera það tortryggilegt að menn vildu koma Tjarnarkvartettinum saman aftur “…með Margréti Sverrisdóttur innanborðs, sem enginn kaus”


Í því samhengi má velta því fyrir sér hvort nokkur maður hafi kosið Óskar Bergsson eða hvort þau örfáu atkvæði sem Framsóknarflokkurinn fékk í kosningum hafi ekki öll komið til út af persónu Björns Inga.

Það er reyndar gaman að rifja upp úrslit kosninganna 2006 við þessi tímamót. Þá hlaut D listi 27823 atkvæði og Framsókn 4056 atkvæði. Samtals 31879 atkvæði eða 49%

Framboðin sem nú sitja í minnihluta fengu 33016 atkvæði.

Nýi meirihlutinn hefur því allt frá kosningum verið minnihluti og hefur stöðugt minnkað eins og frægt er af skoðanakönnunum.

Þannig hefur 6 prósenta fylgi Framsóknar undir forystu Óskars Bergssonar hrapað niður í 2,1%. Ekki þarf að tíunda fylgi Sjálfstæðisflokks samkvæmt könnunum.

Það er augljóst af þessu að styrkur meirihlutasamstarfsins nýja liggur í einhverju öðru en kjörfylgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó svo að ég sé nú ekki fylgjandi þessum meirihluta, reyndar ekki fylgjandi borgarpólitík yfirleitt. Þá er nú almennt séð 2 flokka 49% "meirihluta" með betri grunn en 4 flokka 51% meirihluti... En annars skiptum bara Borginni upp og höfum þetta nokkra hreppi í staðinn. Ég meina, við erum hvorteðer með 4 hreppstjóra á launum...

kv,
GE

Unknown sagði...

Já Gunnar og almennt séð.

En er sjálfstæðishópurinn einn flokkur?

Þetta er þriðja "tveggja flokka" samstarfið sem þau reyna á kjörtímabilinu.