föstudagur, 8. ágúst 2008

Kjósum um Straumsvík



Íbúar í Hafnarfirði vildu kjósa um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeim bauðst að kjósa um skipulagstillög að tveimur kerskálum og höfnuðu stækkun.

Unnið hefur verið að stækkun leynt og ljóst síðan kosið var og er það opinberað að álbræðslan í Straumsvík verður stækkuð þrátt fyrir að því hafi verið hafnað. Ekki þarf að spyrja íbúana því stækkunin er innan gildandi skipulags.

Forstjóri álbræðslunnar, Rannveig Rist, lofaði því einnig (eða átti það að vera hótun) að fyrirtækinu yrði lokað ef stækkunaráform fengju ekki samþykki í íbúakosningunni.

Nú eru fréttir frá Landsvirkjun um að rekstur álbræðslunnar í straumsvík hafi verið tryggður í þrjá áratugi til viðbótar og bræðslan stækki um 40.000 tonn.

Til að hægt sé að stækka svona þarf að leggja nýjar raflínur til Straumsvíkur. Fáum við ekki að kjósa um staðsetningu þeirra?




6 ummæli:

Skorrdal sagði...

Trúir þú því enn, að þú búir í lýðræðisríki? Vaknaðu!

Unknown sagði...

Það er komið langt framm yfir miðnætti núna Skorrdal. Sofnaðu!

Nafnlaus sagði...

já já, má ekki einu sinni hækka straumin á kerjunum án þess að hálfvitarnir væli,nei hafnarfjörður er það ríkt bæjarfélag að þeir vildu helst að engin iðnaður væri hér í hafnarfirði.helmingur hafnfirðinga eru hálfvitar, misstu af 500 millum sem þeim virðist alveg sama um.kv:haukur

Nafnlaus sagði...

Jæjja Haukur, eru hálfvitar eitthvað verri en annað fólk? Hafa þeir ekki sinn lýðræðislega rétt líka?

Nafnlaus sagði...

Það er á hreinu að niðurstaðan yrði önnur í dag en þá. Það slær enginn hendinni á móti tekjum í dag.
Ég held að Hafnfirðingar séu nú engir sérstakir hálfvitar þá þeir taki illa ígrundaðar ákvarðanir. Það er einfaldara að finna hálfvita í stjórn Reykjavíkurhrepps, er ég hræddur um.

Unknown sagði...

Sæll Hrannar
Það er bara ekkert á hreina að niðurstaðan yrði önnur í dag.
En þér finnst þá vafalaust í lagi að kjósa um staðsetningu nýrrar háspennulínu til álbræðslunnar.