sunnudagur, 23. mars 2008

Óráð


Það var einhver í kommentakerfinu hjá Agli að velta fyrir sér af hverju það er svona eftirsóknarvert fyrir Ísland að eignast sæti í Öryggisráðinu?


Þetta er góð spurning. Það er örugglega ekkert sérstakt keppikefli hjá almennu Samfylkingarfólki að Íslendingar hreppi stól þar, sem skiptimynt í einhverja bitlingapólitík, eins og Egill bendir á og því síður að hafa formann sinn alltaf í útlöndum.

Ég held að ástæðan fyrir því að suma blóðlangar svona í öryggisráðið sé svipuð og ástæðan sem parið hafði fyrir því að brjótast inn í kirkjuna til að elskast. Spennandi og svolítið kinkí.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rökin eru þessi: Til að losna við minnimáttarkennd gagnvart Dönum, það hafa flest lönd sýnt þessu áhuga og það er of seint að hætta við.

Getur einhver komið með betri rök en þessi?