sunnudagur, 23. mars 2008
Óráð
Það var einhver í kommentakerfinu hjá Agli að velta fyrir sér af hverju það er svona eftirsóknarvert fyrir Ísland að eignast sæti í Öryggisráðinu?
Þetta er góð spurning. Það er örugglega ekkert sérstakt keppikefli hjá almennu Samfylkingarfólki að Íslendingar hreppi stól þar, sem skiptimynt í einhverja bitlingapólitík, eins og Egill bendir á og því síður að hafa formann sinn alltaf í útlöndum.
Ég held að ástæðan fyrir því að suma blóðlangar svona í öryggisráðið sé svipuð og ástæðan sem parið hafði fyrir því að brjótast inn í kirkjuna til að elskast. Spennandi og svolítið kinkí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Rökin eru þessi: Til að losna við minnimáttarkennd gagnvart Dönum, það hafa flest lönd sýnt þessu áhuga og það er of seint að hætta við.
Getur einhver komið með betri rök en þessi?
Skrifa ummæli