þriðjudagur, 4. mars 2008

Risastækkun Hafnarfjarðar


Skömmu eftir að ég flutti í Hafnarfjörð fyrir nærri sex árum náði bæjarfélagið tuttugu þúsund manna stærð.


Í dag var tuttugu og fimm þúsundasta bæjarbúanum fagnað.

Þetta hundrað ára samfélag hefur því stækkað um fjórðung á rúmum fimm árum. Ekki svo undarlegt að engra vaxtarverkja gætir, því jafnaðarmenn hafa notið trausts bæjarbúa til að vera við stjórnvölinn þennan tíma.

Það var hinn ungi Kristófer Máni Sveinsson, sem tók þá skynsamlegu ákvörðun að fylgja foreldrum sínum þegar þau fluttu úr Garðabæ til Hafnarfjarðar og varð um leið Hafnfirðingur númer 25.000

Til hamingju Hafnarfjörður, Kristófer og Lúðvík.

Engin ummæli: