sunnudagur, 2. mars 2008
Ekkert grín
Að sjálfsögðu vísar Dagur B. Eggertsson, því á bug að meirihlutaskiptin í október skýri það hvers vegna fáir treysti borgarstjórn samkvæmt könnun núna í febrúar. Og það er ekkert grín í því.
Afhverju ættum við að treysta fólki sem treystir ekki hvort öðru? Spyr Kristín Dýrfjörð, og segir svo:
“Hverju ætli fólk vantreysti? Spreð í gæluverkefni? Illa ígrunduðum ákvörðunum? Blóðugum innbyrðis skylmingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins?
Það gefst ekki vel í pólitík þegar kjósendum finnst verið sé að að hafa þá að háði og spotti. Fundurinn í Valhöll þar sem flótti barst í liðið og enginn treysti sér til að styðja við bakið á oddvitanum gaf borgarbúum flokkslínuna. Af hverju ættu borgarbúar að treysta borgarstjórnarmeirihluta sem treystir ekki eigin fólki?”
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli