sunnudagur, 23. mars 2008
Páskaljóð og pítsusneið
Það má ramba á ýmislegt ef googlað er páskaljóð. Til dæmis það að Einar Már sé eins og pítsa – alltaf góður líka þegar hann er ekki fullkominn.
Þá er líka vís leiðin að Leshúsi Þorgeirs heitins Þorgeirsonar. !997 birti hann Páskaljóð sem lifir ennþá í bloggi hans. Það er svona:
Ecce homo
páskaljóð
Við getum þekkt hann á því
að hann gengur á vatni
vekur upp látna
og lætur blinda fá sýn
En hann er víst hvorki
hér eða nú
eða þar eða þá
þó hann léti blindan mann sjá
og í borginni Kana breytti hann vatni í vín
að viðstöddum fjölda manna
sem fannst þetta gott
og gerjunin flott
og fengu sér aftur í staupin
en sumir drukku eins og svín
Hann er semsé óskhyggja þín
átvagl og drykkjusvoli
dálítill stóðlífsfoli
í metum hjá oss
þó margir telji hann glanna
Og nú ætla þeir að negla hann upp á kross
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli