Dópskútan og allt það magn örvandi vímuefna sem tekið var á Fáskrúðsfirði í október virðist ekki hafa nein áhrif á markaðinn með ólögleg vímuefni.
Nú hafa verið birtar tölur hjá SÁÁ um verð á ólöglegum vímuefnum síðustu mánuði og þar sést að engin marktæk breyting er á verði þessara efna fyrir og eftir að þetta mál kom upp.
Athyglisvert er að verð á amfetamíni og kókaíni er nánast það sama og það var fyrir átta árum þegar þessar mælingar á verði efnanna hófust. Þetta táknar að kókaín og amfetamín er slæmur fjárfestingarkostur séu efnin keypt á markaði hér innanlands, þó þau séu kanski skárri til fjárfestinga en hlutur í FL grúpp.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli