sunnudagur, 2. mars 2008

Flóttinn staðfestur


Ég hef heyrt margar frásagnir af kennaraflótta úr grunnskólunum í vetur. Sögur á borð við þá að 15 kennara vantaði til starf í einn skóla í haust þegar skólastarf var að hefjast, eða frásögn af sex ára börnum sem hafa haft fjóra umsjónarkennara það sem af er vetri.


Það hafa verið margar fréttir sem styðja við þessar frásagnir. Við sem erum foreldar ungra barna höfum auðvitað áhyggjur af ástandinu. En ég hef líka velt því fyrir mér hvað er að marka þessar fréttir og frásagnir.

Það var farið illa með kennara í seinustu kjarasamningum og ég hef svosem spurt mig hvort þessar sögusagnir séu hluti af áróðursherferð kennara vegna væntanlegra kjarasamninga. Nú hef ég fengið svör.

Nú hefur Hagstofan greint frá því að brottfall úr kennarastétt er meira en áður hefur mælst. Alls hafði 871 starfsmaður við kennslu í október 2006 hætt eða fengið leyfi frá störfum í október 2007, og er brottfallið 17,5%. Brottfall kennara hefur stöðugt verið að aukast síðan 2005.


Engin ummæli: