sunnudagur, 9. mars 2008
Loka göngudeildir SÁÁ?
20. desember var skrifað undir samning milli SÁÁ og ríkisins um rekstur sjúkrahússins Vogs.
4. febrúar gengu sömu aðilar frá samningi um meðferð fyrir áfengissjúka á Vík og Staðarfelli. Þar með var búið að ráðstafa því fé sem úthlutað var á fjárlögum til SÁÁ.
Eftir stendur að ekki hefur verið samið um rekstur göngudeilda SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri. Um þetta segir Arnþór Jónsson varaformaður SÁÁ á vef samtakanna:
“…Peningar í fjárlögum hrukku ekki lengra. Í raun er því alger óvissa um áframhaldandi göngudeildarþjónustu SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri.”
Það er því viðbúið að skera þurfi niður í þessari starfsemi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli