laugardagur, 22. mars 2008

Svikin vara, þessi læknir


Prinsessan, þriggja ára, hefur verið kvalin af verkjum undanfarna daga. Við fórum á læknavaktina í fyrradag og hittum lækni sem gerði minna en ekki neitt og áfram héldu kvalirnar.


Prinsessan var ekki tilbúinn til að fara aftur til læknis eftir þessa reynslu en féllst á það þegar henni var sagt að nú færum við til barnalæknis. Í morgun fórum við því til Geirs barnalæknis sem læknaði sjúklinginn með töfrabrögðum læknisfræðinnar á klukkutíma.


Hamingjusamur yfir að prinsessunni væri batnað spurði pabbinn glaður í bragði á leið út í bíl hvort hún væri ekki ánægð með þennan lækni.


“Nei þetta var enginn barnalæknir” svaraði sú stutta frekar snúin.


“Nú, er það ekki?”

“Nei! hann var ekki eins árs – hann var bara fullorðinn!!”


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já "þessi orð" eru bara tómt vesen. Tildæmis: áfengis- og vímuefnaráðgjafi; barþjónn eða díler ? Hefur þú prófað að bjóða henni barnamat ?