fimmtudagur, 6. mars 2008

Mitt skítlega eðli


Veistu hvað ég gerði í gær? Spurði samstarfskona mín í kaffitímanum í dag og áður en mér gafst tóm til að svara sagðist hún hafa lesið bloggið mitt. Og það stóð ekkert skemmtilegt þar, fullyrti hún.


Svo sneri hún sér að stöllum sínum sem áttu í djúpum samræðum um það hvernig best væri að skrásetja hægðir.

Ég vinn með mörgum þroskaþjálfum og ég hef sannfærst um að í námi þeirra er sérstakur áfangi sem heitir “Kóðun saurs 203”

Bloggið mitt á auðvitað ekki séns í svoleiðis sérfræðinga.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæri vin
Ég þekki lítið inn á það flokkunarkerfi sem vísað er til, en samkvæmt mínum skilningi - sem er allsendis óvísindalegur - er bloggið þitt oft prýðilega skemmtilegt og uppbyggilegt.

Guðmundur Rúnar

Unknown sagði...

Láttu ekki öfund fólks með saurugar hugsanir draga þig niður Hörður. Hér er margt fróðlegt og skemtilegt. Þau sem ekki sjá það eru annað hvort ófróð eða húmorslaus, nema hvorutveggja sé. Eins og þessi pistill "Mitt skítlega eðli" ber glögglega með sér þá er sá einstaklingur sem um ræðir sennilega í báðum hópum ;-)