miðvikudagur, 21. janúar 2009

Vanhæf ríkisstjórn



Fyrir einni viku var raunhæft að boða landsfund Samfylkingarinnar til að taka nýja afstöðu í landsmálunum. Það er það ekki lengur. Þolinmæði fólks er þrotin.


Fyrir nokkrum mánuðum var raunhæft fyrir ríkisstjórnina að gera einhverjar breytingar og efna loforð þar um, það er það ekki lengur. Þolinmæði þjóðarinnar er þrotin.

Það er ömurlegt að vera í þeirri stöðu að eiga engin ráð eftir önnur, en standa úti á Austurvelli og búa til hávaða. En þannig er það.

Ég óskaði eftir félagsfundi í mínu flokksfélagi í gær, svo félagar gætu ályktað um ríkisstjórnarsamstarfið.

Í dag fékk ég fundarboð á fund Framtíðarhóps Samfylkingar um umhverfis- og samgöngumál. Það er mjög brýnt umfjöllunarefni, einmitt ræðum aftur um framtíðina og samgöngumál.

Það er ekkert að stefnu Samfylkingarinnar eins og Björgvin sagði, hún er bara ónotuð.

Þeir samfylkingarfélagar sem þegja um skoðanir sínar, styðja ríkisstjórnina. Þeir kóa með spillingaröflum sem eru að koma þúsundum fjölskyldna á kaldan klaka.

Það þarf að bregðast við núna. Það er ekki trúverðugt að lýsa sig andstæðing þessa spillta samstarfs eftir að völdin hafa verið tekin af stjórninni.

Geir Haarde er jarðsambandslaus þegar hann fullyrðir að stjórnin standi traustum fótum.

Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að halda þingfund í þinghúsinu á morgun. Þeir sem eiga engin önnur ráð lengur en fara á torg og mótmæla verða þúsundum saman á svæðinu – þar til stjórnin fer, þar til Davíð fer, þar til bankaræningjar verða sóttir til saka, þar til auðlindir þjóðarinnar verða færðar til fólksins.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sem samfylkingarmaður er þér algjörlega sammála

pjotr sagði...

Hjartanlega sammála þér Hörður. Það hvílir mikil ábyrgð á ykkur félagsmönnum Samfylkingarinnar að koma vitinu fyrir forystuna. Ég vona bara að viðkvæði þeirra háu herra (frúa) sem telja sig "eiga" flokkinn, verði ekki að _ "þð séuð ekki flokkurinn"

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Sammála.

En þingfundum hefur verið aflýst til 4. Feb.

Við höldum samt áfram að mótmæla.

Og svo er alltaf hinn blessaði landsfundur.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr