mánudagur, 26. janúar 2009

Væl


Það er merkilegt að hlusta á Sjálfstæðismenn núna og það rifjast upp færsla Egisl Helgasonar sem skrifuð var fyrir nákvæmlega einu ári.


"Væl

Stundum er hægt að snúa hlutum á hvolf þannig að þeir eru nánast óþekkjanlegir.

Nú er látið eins og Ólafur F. Magnússon sé fórnarlamb. Sjálfur kemur hann í blaðaviðtöl og kvartar og kveinar undan einhverri meðferð sem hann á að hafa fengið.

Við hverju bjuggust menn? Að hann gæti sprengt samstarf við fyrrum félaga sína á stuttu síðdegi og allir færu að hrópa húrra?

Framganga Ólafs vekur ótal spurningar. Um hugarfar hans, um fyrirætlanir hans, hvað fyrir honum vakti – já og heilsufar hans.

Enn er margt í þessari atburðarás algjörlega óskiljanlegt. En það er víst að hún hefur gengið fram af flestum borgarbúum.

Og það er bara hægt að segja eitt um allt þetta tal um hina illu meðferð á Ólafi:

Þetta er væl!

(En sumt af því er reyndar spuni.)
"


Það sem við upplifum í dag, virðist vera hefðbundið ferli við samstarfsslit í pólitík.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta vildir þú Hörður, eða hvað?

Eða er nýja Ísland núna málið?

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði...

Já ég vildi þessa stjórn í burtu, svo sannarlega.

Ertu að meina þetta?

http://newiceland.net/

Nafnlaus sagði...

það er búið að hringja í búhúkrabílinn.

Nafnlaus sagði...

Góð lýsing á stöðunni. Þetta er áfall fyrir flokkinn að 18 ára valdatíma sé lokið. Það er ekki sársaukalaust að rífa menn frá kjötkötlunum eftir 18 ár, sterk orð eru vís með að falla og bitrar tilfinningar brjótast fram.

Það má bara ekki taka þessi viðbrögð persónulega. Því þau eru eðlileg og ónauðsynlegt að eltast við þau.

Svona löng stjórnarseta er engum holl, menn geta fengið þá flugu í hausinn að þeir séu ómissandi. Því held ég að þetta séu heilla skref fyrir lýðveldið að þessu sé lokið hjá íhaldinu og nú sé hægt að lofta út.

Kveðja
Magnús Bjarnason