laugardagur, 24. janúar 2009
Mætum öll á Austurvöll
Ég geri orð Láru Hönnu að mínum;
Að lokum skora ég á ALLA að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli í dag því ekkert hefur breyst. Nákvæmlega ekkert. Við verðum að halda áfram að mótmæla, skrifa, tala okkur hás og krefjast þess að óhæfir menn í valdastöðum verði látnir taka pokann sinn og aðrir hæfari taki við. Framtíðin er í húfi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hörður
Hvað meinarðu að barátta okkar hafi ekki skilað sér?
Aðalkrafan var og er kosningar sem allra fyrst.
Við sigruðum og fengum það í gegn.
Það er/var aðeins lítið brot af mótmælendum sem hafa uppi aðrar kröfur eins og stjórnarslit nú því það er óráð og veldur því að hér verður stjórnarkreppa.
Hver vill það núna?
Enginn nema hugsanlega þeir örfáu sem vilja sjá Vinstri Græna hér við völd í millitíðinni.
Þú verður að skila það að meirhluti þjóðarinnar og mótmælanda tekur EKKI undir slíka fásinnu.
Kv. Kari
Karl skrifar "Þú verður að skila það að meirhluti þjóðarinnar og mótmælanda tekur EKKI undir slíka fásinnu."
Segir hver ?
Er ekki spilling í fullum gangi í landinu ?
Hefur einhver axlað ábyrgð á ástandinu ?
Eru ekki sömu vanhæfu embættismennirnir við völd í kerfinu ?
Hefur glæpalýðurinn sem knésetti þjóðina verið látin sæta ábyrgð ?
NEI !!!!
Við erum ma að mótmæla þessu sem varðar alla þjóðina.
Skrifa ummæli