þriðjudagur, 20. janúar 2009

400 þúsund mótmæla í Frakklandi…… nei ekki alveg. En Frakkar eru tvö hundruð sinnum fjölmennari en Íslenska þjóðin. Sá mannfjöldi sem safnast hefur við Alþingi núna á virkum vinnudegi samsvarar fjögur hundruð þúsund manna mótmælum í Frakklandi.

Það eru gríðarlega mikil mótmæli á Íslandi núna.

7 ummæli:

pjotr sagði...

Þetta er rétt að byrja.
Nú þegar stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur afhjúpað sig sem FASISTA er kominn tími til að fólkið í landinu komi þessu hyski frá með góðu eða illu. Það er grátlegt að á sama tíma og alþýða manna er að verða gjaldþrota skuli stuttbuxnagengið úr Heimdalli, samstarfsmenn Sollu geðstirðu og félaga, voga sér að koma enn eina ferðina fram með tillögu um að heimila sölu ávanabyndandi fíknefna í matvöruverslunum.
Þetta siðvilta fólk verður að vista á viðeigandi stofnunum STRAX !!!

Nafnlaus sagði...

Þannig að ef 10 manns eru inni í Krónunni, þá jafngildir það að 20,000 manns séu þar inni, ef við værum í Frakklandi?

Ef á fótboltaleik mæta 1,000 manns, þá er það eins og 200,000 manns hefðu mætt á leik í Frakklandi?

Gaman að sjá menn afbaka tölfræðina með þessum hætti og spila inn á greindarskerðingu mótmælenda.

Það virðist vera keppikefli margra þessara vælukjóa sem sjá ástæðu til ofbeldis og skemmdarverka að koma hér á norður-kóresku ríki, þar sem allir geta mergsogið samneysluspenann. Ríki þar sem aumingjarnir hrifsa til sín völdin og gera iðjuleysingjum hátt undir höfði.

Sorglegt.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki afbökun á tölfræði að reikna í prósentum. Það er afbökun á tölfræði að reikna ekki í prósentum...

Nafnlaus sagði...

þegar 60 000 manns mæta á fótboltaleik Manchester United þá er það sama og 300 manns mæti á leik hjá Grindavík. Það passar nokkurn veginn.

Íslendingar eru þrjúhundruð þúsund. Ekki þrjár milljónir. Ekki þrjátíu milljónir.

Það eru núna 2-3000 manns (hlutfallslega) fyrir utan hvíta húsið í Washington.

Síðan hvenær urðu prósentur pólitískar?

Nafnlaus sagði...

Um 600.000 manns verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Frakklandi...

Nei andskotinn... notum ekki tölfræði... Getur litið hrikalega út...

LIFI BYLTINGIN

Nafnlaus sagði...

Ef það verða þrjúþúsund manns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá er komin skýringin á vanda þjóðarinnar.

pjotr sagði...

Ég tel 93% líkur á því að meginþorri þeirra aðila sem komu landinu á hausinn innanfrá hafi verið Sjálfstæðismenn.