laugardagur, 3. janúar 2009

Hér er tvíræði


Það kom vel fram í þeim stubb af Kryddsíldinni sem sjónvarpað var hvernig stjórnarhættir eru hér. Utanríkisráðherra var spurður að því hví ekki hefðu verið gerðar uppstokkanir á ríkisstjórn fyrir áramót.


Það var einfaldlega niðurstaða okkar Geirs. Við ákváðum að gera ekki breytingar að svo stöddu. Engin önnur rök. Við ákváðum þetta bara.

Þannig er Íslandi stjórnað. Ríkisstjórn er stýrt af þessu dúói. Alþingi er afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ekki þarf að hlusta á kröfur almennings.

Á Íslandi er ekki lýðræði en ekki heldur einræði. Hér ríkir tvíræði þeirra Ingibjargar og Geirs.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður....

kv. EBÞ

pjotr sagði...

Eini munur á þessu dúói og dúói Dóra og Doddssonar er að við höfum ekki stutt beina innrás í ríki í öðrum heimshluta. Það er ekki bara ömurlegt heldur eiginlega ógeðslegt að horfa uppa hvernig gamla kvennalistakona hefur lært alla fasísku klæki Sjálfstæðismanna. Því segi ég enn sem fyrr: Samtarfið við Sjálfstæðisflokkinn kemur til með að laða allt það versta fram í Samfylkingunni.

Nafnlaus sagði...

Það væri líka alveg tilgangslaust að skipta út ráðherrum. Ríkisstjórninni er ekki við bjargandi. Það þarf að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekkert annað getur bjargað stjórnmálaástandinu.

Nafnlaus sagði...

Hér er flokksræði, eins og í öðrum einræðisríkjum.
Að fá að setja x við einhvern flokk á fjögura ára fresti, telst það til lýðræðis?

Nafnlaus sagði...

Held að kosningar hafi ekkert að segja ef ekki verður hrist upp í flokkunum - öllum. Í besta falli kemur nýtt afl en það er ólíklegt þar sem þeir á Alþingi eru búnir að búa svo um hnútana að nýtt afl hefur ekkert í gömlu flokkana fjárhagslega. Svo virðist líka vera sem fullt af fólki sé sátt við stöðuna og vilji gefa Geir og Ingibjörgu ráðrúm til að finna út úr klessunni. Ef það gengur eftir er vita mál að við vöðum í skít upp að hnjám eftir kosningatímabilið og höfum misst æruna af því að Geir taldi ekki ráðlegt að fara í mál við Breta út af hryðjuverkalöggjöfinni til að losna við refsivexti frá þeim - Geir og Ingibjörg hafa greinilega fengið lán með breytilegum vöxtum handa okkur.

Sorrý, ég er svo miður mín yfir þessu öllu.