laugardagur, 31. janúar 2009

Útrýmingarherferð


Ég sá að Vaka, félag hægrisinnaðra stúdenta, var að dreifa smokkum í Háskóla Íslands í gær. Ég hef auðvitað ekkert á móti því en eru þau ekki að skjóta sig svolítið í fótinn.


Þurfa þau ekki einmitt að viðhalda stofni genetískra hægrimanna núna?


4 ummæli:

pjotr sagði...

Blessaður Hörður, ég held þetta "dót" sé orðið svo úrkynjað að það sé frekar óttin við smit og sjúkdóma sem valdi þessari forsjárhyggju (eins ó-frjálshyggjulega sem það hljómar) Það vill nú líka svo skemmtilega til að tveir "aðal" gúrúarnir - DOddson og Hannes Hólmsteinn koma væntanlega ekki til með að láta liggja eftir sig langa genaslóð. :)

Nafnlaus sagði...

Er þetta lið bara ekki að ota sínum tota eins og venjulega?

Bryndis Isfold sagði...

ó þú ert bara frábær

Nafnlaus sagði...

Einu sinni var ort svona, raunar um foringja í öðrum stjórnmálaflokki, sem er heldur betur í sviðsljósinu nú um stundir:

Þó ýmsar hann til sín lokki,
leiðtoginn íklæddur smokki
- eru vandkvæði á
- það vísir menn sjá
að takist að fjölga í flokki.


og enn var ort:

Stendur hann við stokkinn,
Steingrímur með smokkinn.
Hann er að hugsa um flokkinn,
helvítis óþokkinn.


-g