fimmtudagur, 15. janúar 2009

Undirbúum landsfund Samfylkingar



Svo mælir jonas punktur is:
“Helmingur þeirra, sem styðja Samfylkinguna í skoðanakönnunum, styður ekki ríkisstjórnina. Þetta fólk er allt í felum. Það kemur ekki fram og segir: Burt með stjórnina. Þetta er mikilvægasta ástæða þess, að stjórnin fer ekki frá völdum. Þótt hún hafi bæði klúðrað vaktinni og aðgerðum eftir strandið…”


Þetta er að nokkru leiti rétt hjá Jónasi. Ábyrgðin er meðal annars okkar.

En Samfylkingin er í kreppu og liðast fljótlega í sundur ef heldur fram sem horfir. Formaðurinn bað um andrými. Öllum er ljóst að Ingibjörg var veik og var í aðgerðum á höfði. Mörgum fannst sjálfsagt að gefa henni svigrúm til að ná betri heilsu.

er komið í ljós að veikindi hennar eru meiri en ætlað var. Það kallar á nýjar ákvarðanir.

Ég er þeirrar skoðunar að því mikilvægara sem starfið er, því mikilvægara er að sá sem gegnir því sé heill heilsu og hafi fullan líkamsstyrk til að takast á við það. Ég hef litið á Ingibjörgu sem vin minn í áratugi og vinir ráða hver öðrum heilt. Ég óska þess heitt að hún taki sér nú veikindafrí og leggi allt sitt í að ná fullri heilsu. Okkar allra vegna óska ég þess innilega að hún nái sér sem fyrst.

Taki formaðurinn sér frí stöndum við sem viljum vera í flokki jafnaðarmanna frammi fyrir nýjum vanda. Varaformaðurinn nýtur ekki trausts. Það hefur ítrekað komið fram. Hann var ekki settur í ríkisstjórn og honum var haldið á hliðarlínunni þegar kreppan með bankahrunið gekk í garð.

Hvernig fer ákvarðanataka fram þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið landsfund sinn og tekið afstöðu til Evrópumála? Á Ingibjörg ein að taka ákvörðun um afstöðu Samfylkingar? Eða á varaformaðurinn að gera það? Eða eiga flokksfélagarnir að gera það? Er Samfylkingin lýðræðislegur flokkur?

Afstaða flokksins var mótuð við forsendur sem nú eru allar brostnar. Það er hægt að halda landsfund með sex vikna fyrirvara. Nú eiga stjórnir flokksfélaganna að vinna að því að landsfundur Samfylkingar verði haldinn strax í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Þurfum við ekki öll að vinna saman?


23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr Heyr félagi! Þrátt fyrir að nú sé verið að skipuleggja fundi í hverju horni um hitt og þetta, eitt stykki flokksstjórn og annað stykki framtíðarþing held ég að landsfundur sé óhjákvæmilegur.

Nafnlaus sagði...

Er landsfundur ekki óhjákvæmilegur ?
Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins- er ögurstund í stjórnmálum á Íslandi-finnst mér

Nafnlaus sagði...

Hörður

Þú segir: "Ég hef litið á Ingibjörgu sem vin minn í áratugi og vinir ráða hver öðrum heilt. Ég óska þess heitt að hún taki sér nú veikindafrí og leggi allt sitt í að ná fullri heilsu. Okkar allra vegna óska ég þess innilega að hún nái sér sem fyrst."

Gott mál.

Ég tel hins vegar, að þú sem Samfylkingarmaður og vinur Ingibjargar, ættir fyrst að ræða við hana sjálfa um þessi mál prívat.

Nema þú búir yfir meiri upplýsingum en aðrir um hennar veikindi?

Almennt er talið að veikindastaða hennar verði ekki ljós fyrr en eftir þær rannsóknir sem hún er í þessa dagana.

Af hverju ekki að bíða eftir niðurstöðum þeirra rannsókna?

Mér finnst það mikið tilitsleysi að rjúka til núna og skora á formann þinn að víkja núna og fara í leyfi á meðan staðan er óljós.

En ef að niðurstaða rannsókna núna verður sú (sem við vitum ekki) að Ingibjörg er veikari en talið var og þurfi bæði á hvíld og frekari meðferð að halda þá efast ég ekkert um að hún muni taka sér þann tíma sem hún þarf í veikinaleyfi.

En þangað til skulum við bara vona það besta, senda henni hlýjar kveðjur, og vona að niðurstöður þeirra rannsókna sem nú standa yfir komi það vel út að hún geti einhent sér í slaginn á nýjan leik.

Er það ekki?

Nafnlaus sagði...

"Nafnlaus" var á undan mér. Ég man ekki eftir að hafa heyrt smekklausari tillögu lengi - og hafa þær þó margar verið á lofti.

Ég treysti Ingibjörgu Sólrúnu fullkomlega til að taka þá ákvörðun sem hún sér réttasta, hvort sem er fyrir þjóðina eða hana sjálfa - sem einstakling og sem formann Samfylkingarinnar.
alla

Nafnlaus sagði...

Við þurfum að undirbúa landsfund sem fyrst. Þar þarf að kjósa nýja forystu. Núverandi forysta hefur algerlega brugðist.

Unknown sagði...

Já nafnlaus ég skil sjónamið þín. Ég bjóst líka við svona kommenti.

Ég bý ekki yfir öðrum upplýsingum um heilsufar hennar en hafa verið í fréttum seinustu fjóra mánuði.

Þennan tíma hefur staðan verið óljós. Vera má að þér finnist það tillitsleysi að ræða þetta. En mér finnst það meðvirkni að ræða þetta ekki upphátt því nú er staðan þannig að hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi.

Takk fyrir þessa athugasemd, þetta er skiljanlegt sjónarmið.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla rétt að vona að Ingibjörg Sólrún nái heilsu sem allra fyrst, hennar sjálfrar vegna og fjölskylunnar auðvitað, en ekki síður vegna Samfylkingarinnar.

Ég hef kosið Samfylkinguna eingöngu vegna Ingibjargar, og mín skoðun er sú að flokkurinn yrði ekki svipur hjá sjón ef hún myndi þurfa að víkja. Ég er ekki viss um hvort Samfylkingarmenn geri sér yfirleitt ljóst hversu gífurlega mikið persónufylgi Ingibjörg hefur, og vonandi flokksins vegna þarf ekki að reyna á það í bráð.

Nafnlaus sagði...

Ég er samfylkingarmaður, flokksbundinn. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en þessi undilægjuháttur sem margir flokksmenn sýna þegar ISG gengur í salinn. ISG minnir mig bara á einn íslenskan pólitíkus, það er Davíð Oddsson. ISG sem var einsog hinir og skipaði vinkonu sína í flott embætti hjá utanríkisráðuneytinu. Ég var að vona að ég væri í flokk sem myndi breyta. Koma með nýjar hugmyndir í heilu um hvernig við viljum hafa Ísland. Þess í stað kóum við með flokki sem er í rusli og breytum engu. Ráðherrarnir passa sig á að dagpeningarnir skili sér í vasann. Halló Halló vakna!! Vandamálið er að ég veit að það er engin hætta á að D eða VG komi þessum breytingum á svo að með sama áframhaldi er ekkert annað að gera en segja sig úr flokknum og skila auðu.

Nafnlaus sagði...

Endilega passið nú upp á flokkinn ykkar. Ég segi það sama og Þröstur um hinn flokkinn sem hangir á völdum eins og hundur á roði; hverjum er ekki sama um þennan fund!
Komið ykkur burt frá völdum og það strax!
Veikindi formannsins koma þessu máli bara EKKERT við - þótt ég biðji henni allrar guðs blessunar.
Ef þeir atburðir sem gerst hafa á vakt Samfylkingarinnar eru ekki nóg til að menn segi sig frá embættum er þá einhver til í að nefna mér þann atburð eða þá gjörð sem verðskuldar slíkt?
Hvers vegna ætti Landhelgisgæsluliðið að segja af sér vegna smá fjölskylduspillingar ef heilt þjóðargjaldþrot er ekki nóg til þess?
Kosningar strax - engin undanbrögð - reynið að hlusta og skilja.

Nafnlaus sagði...

Sammála Nafnlausum 23:48.
Burt sem fyrst, neyðarstjórn vinnur með fagfólki að því að búa til neyðaráætlun og undirbúa kosningar með öllu sem því fylgir. Það er nóg af óspjölluðu fólki sem getur og vill bretta upp ermarnar og taka til starfa. Þessi ríkisstjórn og þetta embættismannakerfi er meira og minna lamað og getulaust. Það hlýtur að vera því annars væri búið að upplýsa þjóðina um eitthvað annað en: kannski og mögulega og ef - þá... Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Geir & co tala um ekkert og svara útí hött, loksins þegar fjölmiðlar eru að drattast til að spyrja spurninga sem skipta máli.

Unknown sagði...

Hér kommenta margir nafnlausir. Einn segir "...Kosningar strax - engin undanbrögð - reynið að hlusta og skilja..."

Landsfundur er það apparat sem getur tekið ákvarðanir um svona þegar ráðherrar og aðrir þverskallast.

Það er sú lýðræðislega aðferð sem hægt er að beita.

Ef helmingur almenns Samfylkingarfólks styður ekki ríkisstjórn eins og Jónas.is segir ættu þeir að krefjast landsfundar. Og það er rétt burtséð frá veikindum formannsins, en einmitt vegna þeirra hefur þolinmæðin verið meiri en ella.

Nafnlaus sagði...

Ég er flokksbundinn og hef alltaf kosið Samfylkinguna og þar á undan Alþýðuflokkinn. Ekki vegna fólksins, heldur stefnunnar.

Ég er í miklum vanda núna enda hefur flokksforystan komið fram af slíkum hroka gagnvart flokksmönnum sínum og landsmönnum að ég get ekki lengur við unað.

Ég batt miklar vonir við ISG og trúði því virkilega að eitthvað myndi breytast, kæmist Samfylking í ríkisstjórn. Vonaði að ISG yrði forsætisráðherra og var viss um að hún myndi standa sig vel. Ég hef orðið fyrir sárum vonbrigðum. Eftirlaunafrumvarpið, hvernig hún hefur brugðist við kröfum um afsagnir, setningin fræga "þið eruð ekki þjóðin" og nú síðast hinar vinalegu "ráðleggingar".

Ég var búinn að stimpla númerið á skrifstofu flokksins inn í símann í gær til að segja mig úr honum... en einhverra hluta vegna ákvað ég að bíða... eftir hverju veit ég hreinlega ekki.

Væru kosningar í dag myndi ég að öllum líkindum skila auðu. VG get ég ekki kosið vegna Evrópuandstöðunnar (en ESB aðild fer brátt að verða það eina sem ég á sameiginlegt með Samfylkingu) og hinir flokkarnir... hahaha

Þetta er hrikalegt, ofan á allt hitt.

Nafnlaus sagði...

Held við ættum ekki að persónugera þetta með þessum hætti. Málið er til þess að gera einfalt. Stór flokkur starfar í ríkisstjórn með gjörspilltum flokki sem er arkitektinn að mesta efnahagshruni Íslandssögunnar. Formaðurinn veikist og stígur til hliðar meðan hann nær heilsu. Að sjálfsögðu á ný ríkisstjórn að sækja umboð til kosnina strax í vor. Hinrik

Nafnlaus sagði...

Hér skrifar nafnlaus kl 0.07. Ég er sammála þér í öllu. Ég er einnig skráður félagsmaður og hef verið á leiðinni að skrá mig úr flokknum síðustu vikurnar. Ekki það að mig langi að kjósa einhvern af hinum flokkunum og myndi því skila auðu ef kosið væri í dag.

Ég er farinn að hallast að þeirri skoðun að það þurfi mjög róttækar aðgerðir hér á landi og engin af núverandi flokkum geti gagnast við þær aðgerðir. Það þaf margt að breytast til að ég kjósi Samfylkinguna aftur og hef því ekkert að kjósa nema eitthvað nýtt og óspilt.

Áfram Ísland

Bynjar

Nafnlaus sagði...

Ég held þið ættuð að skammast ykkar fyrir að slíta ekki þessari ríkisstjórn . Ég mun aldrei kjósa nokkurt ykkar sem hafið komið að málum hér undanfarin ár.

Arnar H

Nafnlaus sagði...

Mjög athyglisvert að kynnast hugarheim hinna trúföstu Samfylkingarmanna. Það er verulega gagnlegt fyrir okkur sem vinnum að því að minnka flokkræðið hér á landi að sjá hversu blind trúin á Ingibjörgu Sólrúnu enn er.

Ég hef alist upp við að sjá Samfylkingarfólk sem bandamenn í baráttunni gegn spillingunni sem hefur þrifist hér á landi. Það er erfitt að venjast því að þið séuð núna svona fast sementuð í hinu liðinu.

Nafnlaus sagði...

Mðe fullri viðringu þá er það samt ámælisvert hvernig ISG hefur algerlega sniðgengið lýðræðislegt val Samfylkingarinnar á varaformani sínum Ágústi Ólafi og haldið honum úti
- og svo hegðað sér eins gagnvart Björgvini Sig sem tók þó við ráðherrastóli bankaráðherra og hvorki upplýsti hann um fundi sína með Seðlabankastjóra, Forsætisráðherra og fjármálaráðherra um stöðu bankanna allt sl. sumar.
- Það er reyndar algerlega óskiljanlegt hvernig hún gat sniðgengið þá báða hvorn á sinn hátt og fyrir vikið er Samfylkingin óviðbúin og eitt flakandi sár nú.

Nafnlaus sagði...

Með fullri viðringu þá er það mjög ámælisvert hvernig ISG hefur algerlega sniðgengið lýðræðislegt val Samfylkingarinnar á varaformani sínum Ágústi Ólafi og haldið honum úti, svo illa að nú er hann ekki í ríkisstjórn
- og svo er sama hegðun gagnvart Björgvini Sig sem tók þó við ráðherrastóli bankaráðherra en ISG hvorki upplýsti hann um fundi sína með Seðlabankastjóra, Forsætisráðherra og fjármálaráðherra um stöðu bankanna allt sl. sumar, né krafðist að hann yrði hafður með á þeim.

- Það er reyndar algerlega óskiljanlegt hvernig hún gat sniðgengið þá báða hvorn á sinn hátt og fyrir vikið er Samfylkingin óviðbúin og eitt flakandi sár nú.

- Hún hefur bara verið eins og einræðisherra og fryst úti samstarfsmenn flokksins á þingi og í ríkisstjórn en svo unnið með Geir og Þorgerði Katrínu og jafnvel Davíð Oddssyni - en ekki Samfylkingarmönnunum, ekki Ágústi Ólafi, ekki Björgvini - og varla þá með Össuri.

Nafnlaus sagði...

Það virðast flestir flokkarnir stefna á landfund nema Spaugstofan.
Að mínu mati mun ekki draga til tíðinda fyrr en Spaustofan tekur ákvörðun um landsfund. Skil eiginlega ekki hvað tefur.
Kveðja og friður
Trölli

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Helgi Pétursson sagði...

http://www.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Greinar/Lesagrein/2643

pjotr sagði...

Ég er ekki Samfylkingarmaður en hef þá á árum áður haft taugar til ýmissa sjónarmiða flokksins. Ég veit hins vegar að fjöldi Samfylkingarfólks er og hefur verið miður sín yfir undirlægju forystunnar við Sjálfstæðisflokkinn og ekki síst það, að reyna ekki að mynda ríkisstjórn á vinstri vængnum, þegar færi gafst. Hroki ISG og alþýðufjandsamleg afstaða, uppá síðkastið, hljóta að teljast vera í hróplegu ósamræmi við markmið flokksins og ætti hún því að víkja.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn laðar aðeins það versta fram í Samfylkingunni.

Nafnlaus sagði...

Sumir gætu farið að spyrja sig hvort ráðning Helga Péturssonar til OR hafi verið pólitískur vinargreiði eða hvort einfaldlega hæfasti maðurinn hafi verið ráðinn. Málið er allavega að hér á Íslandi eru til ótal dæmi um ráðningar sem eru ekki á faglegum forsendum. Ef satt er hvernig gat Guðlaugur Þór vitað að Steingrímur Ari væri hæfasti forstjórinn í Sjúkratryggingastofnun. Guðlaugur vissi á þeim tíma hverjir myndu sækja um!! Geir Haarde sagði aðspurður um ráðningu Davíðs í Seðlabankann að við mættum vera þakklát fyrir að maður með aðra eins reynslu væri til í að taka að sér starfið. Sama á sjálfsagt við um Kristínu Á sem fékk vinnu í utanríkisráðuneytinu. Vegna smæðar kunningjaþjóðfélagsins Íslands verðum við að fara að koma okkur upp kerfi í ráðningum. Kerfi sem virkar. Það dugir ekki að vera með nefnd sem ráðherrann ákveður svo gjörsamlega bara að hunsa.