föstudagur, 2. janúar 2009

Árangur mótmæla


Árangur mótmæla á seinasta ári var að fá látinn lausan fanga sem tekinn var höndum með ólögmætum hætti, Tryggvi Jónsson sagði af sér og Kryddsíld var slegin af.


Þessi árangur náðist í mótmælum þar sem mótmælendur héldu inn í byggingar með hávaða og látum. Friðsöm mótmæli þúsunda sem staðið hafa vikum saman hafa algjörlega verið hundsuð. Það er sorgleg staðreynd.

Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lýst því yfir að “vissulega hafi fólk rétt á að láta skoðun sína í ljós” og í þögninni á eftir hljómar í höfði manns “en við þurfum ekki að taka mark á svoleiðis”

Þess vegna er aukinn þungi í framgangi mótmælenda á ábyrgð þeirra sem skella skollaeyrum við hógværu ákalli fjöldans um breytingar í samfélaginu.


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vel mælt, 100% sammála!

StashDiva sagði...

Er sammála þér, held að þessi friðsamlegu mótmæli skil litlu en mér hefur dottið eitt í hug, þetta unga fólk sem er flest á milli 20 og 30 ára eru afkomendur kynslóðarinnar sem lenti í verðbólgubálinu uppúr 80. Gjalþrot, fjárhagserfiðleikar og sundaraðar fjölskyldur eru það sem margt af þessu unga fólki ólst upp við og er örugglega fast í minni þeirra. Ég reikna með að þau vilji ekki sömu framtíð sér til handa og mér finnst það ekki skrítið.

Nafnlaus sagði...

Sammála. Nema því að það er eldra fólk þarna líka. En unga fólkið í meirihluta. Flott ungt fólk sem á að erfa landið.

Nafnlaus sagði...

Þess vegna á algjörlega að hætta að gefa eftir þegar ofbeldi er beitt og taka af meiri hörku á þessum "mótmælum". Þetta pakk er ekki þarna í mínu umboði!

Nafnlaus sagði...

Hér eru tveir friðelskandi að mótmæla ofbeldinu. Annar boxari en hinn flokkshestur í Seðlabankanum:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/02/motmaelendum_ognad_a_gamlarsdag/

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Afsakið, skakkt url. Hér kemur hið rétta:

http://gudruntora.blog.is/blog/gudruntora/entry/760319/

Nafnlaus sagði...

Góður punktur, það væri óskandi að friðsamleg mótmæli myndu duga.