mánudagur, 5. janúar 2009

...á meðan þeir slátra börnum



Ísraelar eru að myrða börn og murka lífið úr öðrum saklausum borgurum á Gaza.


Utanríkismálenfnd Íslendinga treystir sér ekki til að álykta um málið en setur það í nefnd sem á að undirbúa þingsályktunartillögu sem verður svo rædd enn frekar þegar alþingi (jú - með litlum staf) kemur saman – einhverntíma seinna.

Á meðan er verið að drepa fjölskyldur á Gaza. Fimmtíu borgarar drepnir í dag. Á meðan ríkisstjórnir annarra Norðurlanda fordæma atburðina skjóta Íslendingar sér á bak við það að ekki sé HEFÐ fyrir því að ríkisstjórn Íslands álykti um svona lagað.

Sú var tíð að það þurfti einungis tvo flokksforingja til að ákveða að Íslendingar færu í stríð, svona bara á tröppum stjórnarráðsins – “…og helvíti er annars hvasst í dag Halldór”

Íslendingar vilja semsagt drepa og leyfa öðrum að drepa.

Guði sé lof fyrir að þessi þjóð fékk ekki sæti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.


10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða flokkur var það aftur sem við bjuggumst við og ætluðumst til að breytti hefðinni og ... stjórnmálunum almennt?
alla

pjotr sagði...

Hef sagt það áður og segi það enn... - samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn kemur til með að kalla það versta fram í Samfylkingunni. Sorglegt að hafa rétt fyrir sér hvað þetta varðar, en ennþá sorglera að horfa hjálparvana uppá mesta fjöldamorð á þessari öld og hafa stjórnvöld sem virðist vera an#%$&tans sama.

Nafnlaus sagði...

Vandamálið er fyrst og fremst 51. gr. SSÞ (sáttmáli sameinuðu þjóðanna).

Í öðru lagi þá hefur USA neitunarvald í öryggisráðinu; sem gerir það að verkum að það skiptir litlu máli hvað þar kemur inná borð ef USA hugnast það ekki.

Framboð okkar Íslendinga til öryggisráðsins var í bezta falli brandari - að mínu áliti.

Gleðilegt ár Höddi.

kv, GHS

StashDiva sagði...

Maður er farin að skammast sín nánast fyrir að vera Íslendingur amk á meðan þessi ríkistjórn er við völd.
Að treysta sér ekki til að fordæma þjóðarmorð en það er það sem er á ferðinni þarna er ákaflega undarlegt og lélegur vitnisburður um gildismat þess fólks sem situr við völd.
Dráp á saklausum borgurum og börnum er eitthvað sem ég hélt að flestir siðmenntaðir menn fordæmdu.

Geirinn sagði...

Ástandið þarna fyrir botni Miðjarðarhafi er ekki alveg svona einfalt.

Það eru líka börn á kaffihúsum og í strætisvögnum þar sem Hamas-liðar fremja sjálfsmorðssprengjuárásir oft með því að láta börn og konur bera sprengjur. Það eru líka börn í bæjunum sem verða fyrir sprengjuvörpum Hamas.

Þannig að það væri frekar hálfvitalegt fyrir "hlutlausa" Ísland að taka þá afstöðu að kenna Ísraelum um allt.

Þetta er ekki svart og hvítt mál og einkennist ekki af því að þarna sé einn góður kall á móti öðrum vondum.

Þessi deila er að nálgast rúmlega 100 ár. Og þú getur ekki sagst vera með það alveg á hreinu hverjir séu þeir slæmu. Því að hún er það flókin og löng að það eru vandfundnir þeir sem það geta.

Það þarf að fá báða aðila til þess að hætta að hefna sín í sífellu og brjóta þannig upp þennan vítahring. Báðir aðilar lifa á fjárstyrkjum frá erlendum aðilum til þess að fjármagna þessi átök sín. Hvernig væri að skrúfa fyrir það?

Það eru gamlir kallar sem ennþá lifa í fortíðinni sem stjórna þessu þarna beggja megin. Menn sem ennþá hegða sér eins og að árið sé 1948. Nema hvað að núna senda þeir unglinga og börn til að drepa hvort annað. Hvernig væri að taka þá úr umferð og frá völdum.

Ég vildi bara benda á það að þetta er langt frá því að vera einfalt mál. Og það hjálpar ekki að styðja aðra hliðina í þessu máli því hvorugur aðilinn er saklaus.

Unknown sagði...

Ok. Geirinn, þá finnst þér í lagi að Ísraelsher drepi börn og saklausa borgara sem eiga sér ekki viðreisnar von af því Hamas eru líka vondir. Þú er frábær gaur.

Nafnlaus sagði...

Einmitt...friðelskandi þjóðin. Enn ein blekkingin .

Arnar H

pjotr sagði...

Við skulum ekki gleyma því að atvinnuher Ísraelsmanna er sá best þjálfaði og tæknivæddasti sem um getur nú á tímum. Hernaðar aðgerðirnar eru hreint og klárt þjóðarmorð - mesta fjöldamorð á þessarri öld.

Sigurður Ingi sagði...

Geirinn, þetta er einfallt dæmi. Ef Ísraelar hafa það fyrst og fremst að markmiði að koma á friði þá er einfallt fyrir þá að hindra að þessi heimagerðu flugskeiti Hamas hitt nokkur skotmörk, þeir gátu nefnilega auðveldlega stöðvað mun þróaðari Scud flaugar Írakshers með Patriot flaugum sínum, ef Ísrael vildi gætu þeir hidrað allar þessar heimagerðu flaugar hamas frá því að gera skaða í svona kanski 2 mánuði og þá er líklegt að Hama hætti að reyna þessa leið.

Sigurður Ingi sagði...

Annað sem ég gleymdi.
Það hefur allavegana einu sinni áður í veraldarsögunni gerst að þjóðflokki hafi verið smalað saman frá heimilum sínum í allt of lítið landsvæði þeim síðan neitað um nauðsinjar og loks drepið eitt og eitt með það fyrir markmiði að útrýma þeim.
Þeir gerðu reyndar líka uppreisn gegn sínum pínurum eins og má sjá t.d. í myndinni Uprising, sjáum til hvernig sagan fer með þetta sem nú á sér stað.