sunnudagur, 18. janúar 2009
Karlar tímans í Framsókn
Það hefur verið gert grín að því að eingöngu voru karlar í framboði til formanns Framsóknarflokksins, fimm karlar.
Flokkurinn hafði tækifæri til að velja sér konu sem varaformann en notaði það ekki. Þess í stað völdu þeir annan karl sem á langa sögu um að hræra í þeim spillingarkötlum sem flokkurinn sat lengi að, langt umfram það umboð sem hann hafði frá almenningi.
Birkir Jón var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar Byrginu var komið á laggirnar og þá voru þessi frómu orð eftir honum höfð „Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfalt hærri en nú er áætlað. "
Hann var líka formaður fjárlaganefndar þegar Grímseyjaferjuhneykslið átti sér stað, það er að sönnu smátt í sniðum ef borið er saman við þau hneyksli sem dúkka nú upp á borð daglega til dæmis úr húsakynnum flokksfélaga hans í S-hópnum en samt er það ljóst að hafi fjárlagaheimildir vantaði vegna Grímseyjaferju þá "gerðist sá partur klúðursins nefnilega á hans vakt."
Þó að Framsókn hafi kosið sér Birki Jón sem annan af körlum tímans í dag er auðvelt að vera sammála fimmtán mánaða niðurstöðu Össurar;
Birkir Jón: "so ten minutes ago"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Góður.
Kv., Ari
Þessi samkunda þeirra í Framsókn minnti mig á sirkús sem ég sá einu sinni í útlöndum. Meðal atriða voru ma töfrabrögð. Þar mátti líta töfra-meistara sem dróg kanínur og dúfur upp úr pípuhatti við mikinn fögnuð viðstaddra. Hápunktur sýningarinnar var þegar trúður einn úr hópnum stakk hendinni ofan í hattinn og kom upp með dauðann illa lyktandi fisk.
Ætli einhverjir ærlegir einstaklingar komi til með að gleypa við þessu "sjói" ? - Ég bara spyr.
Þetta er ekki neit helv... "sjó" þetta er bylting grasrótarinnar, við erum búinn að endurheimta flokkin okkar til baka, og hananú....
Skrifa ummæli