mánudagur, 26. janúar 2009
Hjálpumst að - Nýtt lýðveldi
Eitt það versta sem getur gerst er að níunda maí verði kosið um sama gamla sístemið aftur.
Við þurfum nýja stjórnarskrá, ný kosningalög og ný upplýsingalög.
Hópur fólks hefur nú lagt á sig að safna undirskriftum á áskorun um að gerð verði ný stjórnarskrá.
Ég geri orð Einars stærðfræðings, sem hann lét falla í Silfri Egils, að mínum þar sem hann sagðist ekki þekkja þetta fólk sem að þessu stæði, væri örugglega ekki til í að vera með því öllu í flokki og hefði líklega ekki sömu pólitísku skoðanir og þau en allir ættu að geta sameinast um þetta brýna hagsmunamál þjóðarinnar.
Ég bjó til banner sem linkar á síðuna Nýtt lýðveldi og hann er hér til hliðar við bloggið. Ég skora á alla sem halda úti bloggsíðum að kópera þennan banner og setja á síðuna sína eða setja sína eigin útgáfu af link sem getur til dæmis bara verið svona: http://www.nyttlydveldi.is/
Nú eru undirskriftir orðnar nærri fimm þúsund á þremur sólarhringum, það er frábær byrjun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæll nafni
Ég er ósammála því að nú þurfi Ísland á nýrri sjtórnarskrá að halda. Við þurfum einfaldlega að fara eftir þeirri sem er í gildi. Við þurfum kannski bara að lesa textann og hætta að túlka hann pólitískt. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla setja á nýja stjórnarskrá á þremur mánuðum. Það hættulegasta sem ég hef heyrt í sambandi við þetta er sú hugmynd um að kalla til eitthvað öldungaráð til að vinna þessa vinnu. Þá erum við komin út á hættulega braut.
Þá skaltu ekki skrifa undir Hörður.
Ekki er gert ráð fyrir öldungaráði eða 3ja mánaða starfstíma í þeim hugmyndum sem ég hef heyrt eða unnið að heldur þjóðkjörnu stjórnlagaþingi sem ákveði stjórnskipulag frá grunni, breyti því sem breyta þarf en haldi því sem gott er að mati stjórnlagaþings. Breyttur lestur gildandi stjórnarskrár leiðir ekki til breytingar á stjórnskipan. Sjá nánar hér:
http://neytendatalsmadur.blog.is/blog/neytendatalsmadur/entry/778707/
Sæll Hörður Bloggeigandi
Ég er sammála J. Oddfríðarsyni og ætla ekki að skrifa undir. Mér finnst nú svar þitt snúðugt og bera þess merki að annahvort séu menn þinnar skoðunar eða að þá nennir þú ekki að ræða málið, sbr. ,,Þá skaltu ekki skrifa undir". Það eru atriði hjá nafna þínum sem ég hefði viljað sjá svör þín við.
Já Nafnlaus ég skil hvað þú ert að fara, kannski var þetta snubbótt, ég hef ekki haft mikinn tíma aflögu undanfarið og þekki nafna minn Oddfríðarson (ert þú nokkuð hann?) og veit að ég gæti rökrætt við hann til endimarka tilverunnar án þess að snúa honum í þessu máli. Svo mér fannst þetta svar bara svolítið fyndið, kannski var það full lókal.
Ef þú skoðar kommentakerfið mitt svona almennt þá sérðu að set mun meira í umræðu við þá sem eru mér ósammála en hina - án þess að það skipti kannski miklu máli.
Ég vona að þú virðir það við mig að bloggið mitt er opið fyrir kommentum og þar fá skoðanir sem ganga þvert á mína alveg að standa.
Ég hef semsagt ekki tekið þessa gaura mér til fyrirmyndar
www.bjorn.is
http://eyjan.is/goto/gislimarteinn/
Hvað önnur rök en Oddfríðarsonar í málinu varðar vísa ég til þess sem hér stendur eftir Gísla Tryggvason, svo og hugmynda forseta Íslands frá í gær og hugmynda sem nú eru uppi í stjórnarmyndunarviðræðum.
Megir þú og aðrir svo hafa þann rétt sem þeir vilja til að vera á öðru máli en ég hér í kommentakerfinu mínu og e.t.v. kann vel að vera að ég láti kannski örlítið eftir mér ef þannig ber undir að svara þó ekki væri nema ögn stuttaralega á stundum. Og stundum ekki neitt.
Skrifa ummæli