laugardagur, 10. janúar 2009
10 prósent bæjarbúa mættu
Að minnsta kosti 2500 manns eru nú á borgarafundi í Hafnarfirði.
Guðlaugur Þór reynir á sínu sérstaka tungumáli að útskýra fyrir almenningi að niðurskurður og einkavæðing almannaþjónustunnar sé til að viðhalda þjónustunni.
Hann segir þetta hafa verið í undirbúningi lengi í ráðuneytinu. Kreppan er þriggja mánaða. Hann ætti a.m.k. að geta rökstutt aðgerðirnar bærilega fyrst þær hafa verið í undirbúningi lengi og “fjölmargir sérfræðingahópar komið að skipulagi þeirra”
Nú þarf að draga fram þessa sérfræðingahópa. Hverjir eru þeir?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sérfræðingahóparnir gætu tam mynda verið álfar og djöflar úr andaheiminum. Nú eða draumórar og óskhyggja, blinda og lýðfyrirlitning "ráðherrans" sjálfs. Vonandi er hann ekki búinn að gefast upp á að koma uppáhaldsvímuefninu sínu inn í verslunarmiðstöðvarnar.
Einn af þeim er örugglega grillmeistarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson ...
kv, GHs
Mér finnst frábært hvernig hafnfirðingar standa að baki frábæru starfi sem unnið er á St.Jó.
Gulli þarf að finna ásættanlega lausn á starfsemi st.jó.
En ég tel vera mikil sóknarfæri í stjórnsæuyslulegri skipulagsbreytingu sem hann er að gera á heilbrigðisstofnununum - en þar skiptir nánari útfærsla öllu máli.
Sjá nánar td. "Framsóknarmenn sækja að Guðlaugi Þór - en ég er samt ánægður með hann!"
www.hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/767285/
Skrifa ummæli