föstudagur, 5. september 2008

Kaffihúsið Saurbolli


Nú á að reisa kaffihús í Hljómskálagarðinum við þá fúlu forarvilpu sem Reykjavíkurtjörn er. Eins og kunnugt er rennur skólp í tjörnina, eða með öðrum orðum saur úr mönnum.


Eftir því var tekið að einn rannsakenda á lífríki tjarnarinnar komst þannig að orði að hann teldi hættulegt að standa áveðurs við gosbrunninn í tjörninni með lítið barn.

Ætli það sé hugsanlegt að hanna kaffihús sem gengur á sporbaug umhverfis tjörnina og er því alltaf frítt við saurúðan úr pollinum?


3 ummæli:

Einar Jón sagði...

Væri ekki einfaldara að eyða smá pening í að hreinsa tjörnina í leiðinni?

En mávarnir eru reyndar að yfirtaka hana þannig að ég efast um að það verði mikið eftir af henni þegar kaffihúsið er "komið á koppinn".

Einar Jón sagði...

Ég gleymdi að stinga upp á nafni: "Koppurinn og kannan"

Nafnlaus sagði...

Hef sagt það áður og segi það enn, - það á að fylla uppí þennann drullupoll, lengja flugbrautina inn að ráðhúsi þannig að hægt sé að fljúga beint til útlanda frá 101Reykjavík og þjónusta um leið landsbyggðina þannig að fólk þurfi ekki að fljúga til Reykjavíkur, keyra til Keflavíkur og fljúga þaðan til útlanda. Starfsemi borgarstjórnar mætti síðan flytja í færanlega kofa (sem er ekki verið að nota) og planta niður í hverfum þeirra sem eru við völd hverju sinni.