mánudagur, 22. september 2008

Hafnfirðingar kjósa um Helguvík


Þetta er náttúrlega frábært. Það er ekki einasta gott að Lúðvík geti sett Landsneti stólinn fyrir dyrnar um hvar leggja megi raflagnir í bæjarlandinu. Það er nauðsynlegt. Undir aðflutningslínum inn í spennuvirkið, sem hann vill burt, á að byggja leikskóla, hjúkrunarheimili og heilt íbúðahverfi.


Svo er það hitt, sem eru samþykktir bæjarins. Í þeim segir að kjósa beri í íbúakosningum um öll stór mál. Lagning háspennustrengja í bæjarlandinu er stórmál. Þannig munu íbúar Hafnarfjarðar væntanlega kjósa um álbræðslu í Helguvík.

Gæti þá jafnvel farið svo að áhrifalitlir Garðbæingar sem þrá að hafa eitthvað um álbræðsluna í Helguvík að segja, en eru áhrifalausir, flytji bara lögheimilið sitt?

Engin ummæli: