laugardagur, 13. september 2008

Barnaefnið


Ég velti því oft fyrir mér hvað þeir eru að pæla sem skipuleggja sýningar á barnaefni í sjónvarpi.


Í morgunsjónvarpi eru dagskrárliðir iðulega ekki tímasettir í dagskrá en ef þeir eru það má allt eins gera ráð fyrir að þær tímasetningar séu rangar. Einstakir þættir eru fluttir fram og aftur í tíma án tilkynninga og þannig er ekki hægt að stóla á ná uppáhalds þáttunum nema fylgjast með allri útsendingunni. Svona væri aldrei komið fram við fullorðið fólk.

Í kvöld var Latibær á dagskrá stöðvar 2 sem virðist vilja hafa einhvern metnað í efnisvali fyrir yngsta áhorfendahópinn en klúðrar því oft með ofangreindum aðferðum.

Latibær er öruggt efni enda sýnt á Disney rásinni fyrir yngst börnin, en sú stöð hættir sýningum klukkan 18 að Evróputíma. Hvenær sýnir Stöð 2 Latabæ?

Stöð tvö sýnir Latabæ eftir fréttir og eftir Simpson. Í kvöld var Simpson frekar ógeðslegur (sem er stundum gaman fyrir okkur stóra fólkið) og alls ekki boðlegur fyrir lítil börn. Það eru þriggja og fjögurra ára börn sem halda upp á Latabæ og þetta er ágætt efni fyrir þau en tímasetningin og staðsetningin er afleit.

Þannig er það nú. En Stöð 2 er að reyna, kostar greinilega nokkru til í að setja galgopann Sveppa inn á milli þátta í morgunsjónvarpinu.

Í morgun var Sveppi að bjóða hópi af smástelpum í afmælisveislu.

Hér er annar gamall gaur.


Engin ummæli: