mánudagur, 15. september 2008

Straumsvík stækkar


Þann 9. September lagði Alcan á Íslandi fram fyrirspurn til Skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um stækkun Álversins í Straumsvík um 40.000 tonn (já fjörutíu þúsund tonn).


Byggð verða mannvirki, spennistöð o.fl. og strompar hækkaðir um þriðjung, fara í ríflega fjörutíu metra hæð.

Skipulags- og byggingarráð telur umfang og hæð mannvirkja rúmast innan marka gildandi deiliskipulags. Semsagt það er ekkert fleira um málið að segja.

Þá er það ákveðið, álbræðslan í Straumsvík stækkar um 25%, þrátt fyrir íbúakosningu í fyrra. Enda var sú kosning auðvitað um eitthvað allt annað.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Álverið í Straumsvík var strax í upphafi markað innan núverandi girðingar. 1969 í upphafi reksturs var framleiðslugetan 30 þús. tonn/ári í einum kerskála. 1972 er byggður annar kerskáli og framleiðslan verður 70 þús tonn /ári. Síðan er eldri kerskálinn lengdur til samræmis þeim seinni og framleiðlan verður 80 þús tonn/ári-- síðan kemur alger kyrrstaða allt framundir 1988 þegar með endurbótum framleiðlan er aukin í 100 þús tonn /ári. Og 1994-1996 er þriðja kerkálanum bætt við þannig að heildarframleiðslan verður alls um 180 þús tonn /ári og er svo enn. Nú er fyrirhugað með tækni endurbótum á þessum tveimur elstu kerskálum að auka framleiðsluna um 40 þús tonn/ári eða alls í 220. þús tonn /ári... allt á sömu gömlu lóðinni og í sömu gömlu byggingunum. Þannig að það verður búið að taka alls um 40 ár að auka framleiðsluna þarna úr 30 í 220 þús tonn/ári...er ekki mikillar hófsemdar gætt ? Þetta nýja mál er með öllu óskylt þeirri nýju verksmiðju sem við Hafnfirðingar höfnuðum í fyrra.

Unknown sagði...

Einmitt Sævar þakka þér fyrir þetta fróðlega yfirlit.

Stækkunin núna er semsagt þriðjungi meiri en upphaflegt álbræðsla var, sem þá var staðsett langt fyrir utan byggðina.

Og já auðvitað er þessi stækkun alveg óskyld stækkuninni sem kosið var um í fyrra. Það var nefnilega stækkun hinumegin við húsi sko.

Nafnlaus sagði...

Sæll. Kosningin í fyrra snérist um deiliskipulagið, ekki um framleiðsluaukningu, á núverandi lóð er leyfir fyrir 360 þúsund tonna framleiðslu, auka á framleiðslu í núverandi kerskálum og ekki verður byggt við þá.
Kv Sigurjón Vigfússon

Hörður Svavarsson sagði...

Takk Sigurjón

Framleiðsluaukning sem nemur ríflegri upphaflegri álbræðslu verður semsagt innanhús, í húsi sem búið er að byggja. Gott að vita það.

Og einmitt, kosningarnar snerust ekkert um stækkun álbræðslunnar. Þess vegna var líka þessi hiti í mönnum. Einmitt.

Nafnlaus sagði...

Hver stjórnar eiginlega þessu bæjarfélagi ? Eins gott fyrir andstæðinga álbræðslna að fylkja sér bakvið eitthvað annað en tækifærissinnað pakk í næstu kosningum. :)

Nafnlaus sagði...

Það er óþarfi að fara í einhverja fýlu þó á það sé bent að í fyrra var kosið um breytingar á deiliskipulagi - álverið vildi stærri lóð til að stækka álverið. Því var hafnað. Þá reyna þeir, eðlilega að mér finnst, að stækka eins og þeir geta innan þeirrar lóðar sem þeir hafa. Það eru engin svik í tafli - þú hefur bara, eins og flestir, misskilið eðli kosninganna í fyrra. Þær væru ekki um stækkun á álverinu (framleiðslugetu), heldur lóðinni.