sunnudagur, 14. september 2008
Af pólitískum næturpósti
Fékk tvo pólitíska næturpósta í nótt. Annar var frá Baraki Obama hinum ágæta forsetaframbjóðanda í Bandaríkjum sem breyta mun heiminum. Hinn var frá Helenu Mjöllu varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði.
Klukkan 1:09 póstaði Obama til mín. Barak var að leiðbeina mér um hvernig eigi að skrá sig fyrir atkvæðagreiðslu í kosningunum. Oft er hann að senda mér myndbönd og óska eftir fjárframlagi.
Skilaboðin eru oft einhvernveginn svona: Watch our response ad and make a donation of $5 or more to help us keep it on the air.
Ég má ekki styrkja Obama þó ég vilji því ég er ekki ríkisborgari í USA. Ég hef póstað til hans og sagt honum þetta, en hann hefur sennilega ekki skilið þegar ég sagði að áður enn haninn galaði tvisvar myndi ég dóneita honum þrisvar – ef ég mætti.
Klukkan 5:44 fékk ég svo póst frá Helenu Mjöllu. Hún var að minna á að það er Bæjarmálaráðsfundur hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Samkvæmt lögum félagsins ber bæjarfulltrúum og varabæjarfulltrúm að mæta á fundi Bæjarmálaráðsins sem skipað er öllum félagsmönnum Samfylkingarinnar í bænum.
Ég hef mætt af og til á þessa fundi seinasta misserið og hlustað á langar tölur um skipulagsmál og samkvæmt þeirri reynslu snúast sveitarstjórnarmál nær eingöngu um þann málaflokk. Ég hef hinsvegar aldrei verið beðinn um fjárframlag og reyndar er félagið hætt að rukka mig um félagsgjöld líka, sem ég þó mundi reiða fram með sömu gleði og til Obama félaga okkar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þú munnt aldrei reiða neitt fram án tára og eftirsjá ...
... ég bara veit hvernig þið jafnaðarfólk hugsið.
kv, GHs
Ég segi nú bara eins og hinn góði sósíaldemókrat Geir Harde sagði í Silfrinu áðan.
"Ég hef ekki tíma til að hugsa um svona komment og nenni því heldur ekki"
... já, þið jafnaðarfólkið.
Ég get nú sagt þér einsog er að það verður aldrei neitt úr Geir Haarde eða Siðurði Kára.
kv, GHs
"Ég get nú sagt þér einsog er að það verður aldrei neitt úr Geir Haarde eða Siðurði Kára."
Nákvæmlega. Hvers konar afrek er það nú að vera forsætisráðherra? Hrmpf.
Skrifa ummæli