miðvikudagur, 10. september 2008

Glatað


Það hlýtur að vera fúlt að vera eilíft í þeirri stöðu að það sé sama hvað gert er, alltaf skal það lagt út á versta veg.


Þorgerður Katrín fór til Kína þegar strákarnir ykkar komust í úrslit. Það var auðvitað vælt út af því.

Svo fór hún upp á svið þegar strákarnir komu heim. Þá var kvartað yfir því að ráðamenn ætluðu sér ljómann af afrekunum. Hvað hefði verið sagt ef hún hefði ekki mætt á sviðið?

Las það framan á DV í Bónusi að nú væri hneyksli að Þorgerður væri ekki á ólympíuleikum fatlaðra í Kína. Hvað hefði nú verið sagt ef hún hefði farið?

ÞORGERÐUR AFTUR Í KÍNA – Á KOSTNAÐ ALMENNINGS !!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við lifum í heimi þar sem meðalvegurinn er vandrataður - í öllum málum.

kv, GHs

Einar Jón sagði...

Áttu ekki við að hún hafi skotið sig í fótinn með að fara í seinna skiptið? Við höfðum forseta og fleiri þarna svo ég sá ekki þörfina á að hún færi aftur á kostnað okkar - hvað þá með fylgdarliði.

Ef hún hefði ekki farið tvisvar hefði verið mun auðveldara að verja að hún færi aftur núna, eða færi ekki.
Núna finnst mér eðlilegra að einhver annar (þ.e. Jóhanna) sjái um það.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að öll ríkisstjórnin ætti að fara til Kína................ og koma aldrei aftur