föstudagur, 26. september 2008

Gú gú ástand


Við töpuðum miljón þessa vikuna. Það er mjög mikið fyrir mína litlu fjölskyldu og erfitt að horfast í augu við það.


Gengisfall krónunnar var 4,2% þessa viku. Það táknar að krónurnar mínar hafa minnkað að verðmæti sem þessu nemur. Lánadrottnar mínir eru vísitölutryggðir í bak og fyrir og þegar þessi rýrnun krónunnar kemur fram í mælingum á vísitölunni hækka greiðslur mínar til þeirra.

Þetta er ekkert öðruvísi. Gengisfall krónunnar er verðbólgan sem flæðir yfir okkur. Hvorki mín fjölskylda né nokkur önnur fjölskylda venjulegs launafólks hefur svigrúm í mjög margar svona vikur í viðbót.

Þó að ekki sé beðið um skyndilausn þarf einhver fyrirheit sem eru trúverðug. Loforð um annan gjaldmiðil gæti minnkað reiði fólks.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri ef við almenningur förum nú út í banka og tökum út alla okkar peninga hversu litlir sem þeir eru?

Geymum þá undir kodda í nokkrar vikur.

Verður þá ekki skortur á krónum og gengið lagast?

Eða bara til að sýna bönkunum að það er komið nóg af þessari græðgi í þeim.

Tökum öll út launin um mánaðamótin og sjáum hvað gerist.

Þú sem lest þetta láttu út ganga.

Krókur á móti bragði!!

Nafnlaus sagði...

... hvar er Hannes Smára og allir hinir fjármálasnillingarnir?

kv, GHs

Unknown sagði...

Ástandið núna er ekki Hannesi að kenna, miklu frekar þessu:
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/652893/