Ég er einn af þeim sem greitt hefur í séreignalífeyrissjóð sem rekinn var af Sproni heitnu. Nú er búið að frysta sjóðina og engar upplýsingar að hafa um hvort innistæður þar eru tryggðar.
Það sem verra er, ég get ekki hætt að greiða í sjóðinn sem nú er haldið í frosti af Fjármálaeftirliti. Til að launagreiðandinn megi hætta að taka af laununum mínu og leggja inn í frosinn sjóðinn þarf ég að segja upp dílnum við bankann og bankinn að senda launagreiðandanum uppsögn. Það er ekki hægt.
Sjóðurinn er frosinn, bankinn er dáinn en peningarnir mínir fara samt þangað. Þessi séreign er alveg sér á báti.
7 ummæli:
Svipaðir hlutir gerðust þegar hinir bankarnir hrundu,
Þú getur rift þessum samning. Þú færð það ekki í gegn með símtali, þarft að rífa kjaft og benda á að samningsforsendur séu brostnar.
Orðið ávöxtun er t.d. lykilatriði í þeim samningi sem þú skrifaðir undir :)
Svo getur verið ágætt ráð að bíða aðeins á meðan verið er að ganga frá uppgjöri og yfirtöku.
Já Pétur það er oft gott að bíða en nú eru launadeildir að ganga frá launalistum vegna launa um næstu mánaðamót, innborgun í sjóðinn fer þar með.
...og er þú Hörður hræddur um að tapa þeim peningum, eða hluta af þeim, líka ?
Einhvern vegin hef ég tilhnegingu til að trúa því að peningarnir okkar (því ég á nú víst sjálfur inneign þarna líka)séu loksins að komast í varanlegt skjól - úr höundu fjárglæframanna yfir í mun áreiðanlegra regluverk og með örugga tryggingu (ef hún verður nokkurn tíma til).
ps. eru nokkuð að fara á eftirlaun strax Hörður ?
Ég er í sömu stöðu og þú og er einnig með húsnæðislánið mitt þarna. Það getur engin svarað mér HVAR ég á að greiða af láninum um næstu mánaðarmót.
Fjármálaeftirlitið segir mér að vonandi verði það orðið ljóst fyrir mánaðarmót en annars skuli ég fresta því að greiða af því þar til það er ljóst!
Sendi skilanefnd tölvupóst og spurði á hvaða vöxtum peningarnir mínir (viðbótarlifeyrissparnaðurinn) væri á meðan þeir héldu fénu í gíslingu. Hef ekki fengið svar ennþá.
skilanefnd@spron.is
Já Pétur ég er hræddur um að tapa öllum þessum peningum og verulegum hluta af inneigninni sem fyrir er.
Væntanleg eftirlaun koma þessu ekkert við. Ég hafði hugsað mér að leysa út þessa inneign enda er það eina úrræðið sem heimilum hefur verið boðið upp á síðan bankahrunið varð.
En ég geri mér grein fyrir eins og þú virðist gera að þessar aðgerðir voru nauðsynlegar en staðan er óþægileg og sérstaklega skorturinn á svörum.
Sammála þér með þetta Hörður. Óvissa er einn versti óvinur hvers manns, ekki síst óvissa sem varða fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Því miður er það svo, að í því rotna samfélagi sem við höfum búið við, er það nauðsyn á meðan á svo viðamiklu inngripi sem yfirtaka heils banka er, að aðgerðin komi eins og þruma úr heiðskíru lofti svo að siðvillingarnir verði ekki fyrri til. Nóg er nú samt. Ég er hins vegar sannfærður um það að þetta komi til með að fá farsælan endi.
Skrifa ummæli