mánudagur, 9. mars 2009
VR félagar kjósið breytingar
Nú standa yfir kosningar í stjórnar- og formannskjöri í VR. Kosningunni lýkur á hádegi á miðvikudag.
Í Silfri Egils í gær kom Ragnar Þór Ingólfsson og talaði um lífeyrissjóðina. Þar kom meðal annars fram það kostar öll iðgjöld frá 149 félagsmönnum að greiða laun stjórnarformanns í Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Ég skal endurtaka og umorða þetta: Átján þúsund króna iðgjald frá eitt hundrað fjörtíu og níu félagsmönnum er notað til að greiða laun stjórnarformannsins í lífeyrissjóðnum og forstjórabílinn hans.
Ragnar Þór var í útvarpi í dag og skoraði á félagsmenn í VR að kjósa breytingar.
Viðtalið við Ragnar má sjá hér á léttum vef Láru Hönnu. Eitt af því sem ragnar hefur skoðað er rekstrarkostnaður við lífeyrissjóði. Hann hefur m.a. komist að því að það kostar tvo miljarða að reka sex sjóði.
VR félagar hafa meiri völd en aðrir borgarar á Íslandi í dag, þeir geta kosið um breytingar.
Það er allt um kosningarnar á vr.is
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Meirihluta kjósenda er sama þótt þeir seú rændir húsi, heimili og sparifé. Hvað þá þetta skitirí!
Enda erum við gáfaðasta þjóð í heimi.
Skrifa ummæli