mánudagur, 23. mars 2009

Fatta ekki Steingrím - er það slæmt?Getur einhver skýrt út fyrir mér því ég er svo illa að mér í tungutaki hagfræði og endurskoðunar hvað Steingrímur á við?


Klukkan 12.30 segir Steingrímur J Sigfússon í Silfri Egils að ekkert hafi verið afskrifað hjá sparisjóðunum.
Klukkan 19:05 segir Steingrímur J Sigfússon í Sjónvarpsféttum að þegar hafi verið afskrifaðir 150 til 180 milljarðar vegna Sparisjóða í gegnum endurfjármögnun Seðlabankans.

Þetta er örugglega eitthvert gegnsætt og augljóst innvígðum gruflurum, en nú mig ekki skilja baun – var hann að afskrifa 180 milljarða í dag? Eða er hann að tala um sitt hvorn hlutinn? Afskriftir vegna sparisjóðanna annarsvegar og afskriftir vegna sparisjóðanna hinnsvegar.

Er einhver sem kann pólitísku og íslensku líka sem vill skýra þetta fyrir oss?


7 ummæli:

Lissy sagði...

Maybe his office informed him of the proper information after he misspoke the first time.

Nafnlaus sagði...

Hann var að tala um erlendar skuldir bankanna í Silfrinu. En í kvöld var hann að tala um skuldir Sparisjóða við Seðlabankann.

Unknown sagði...

Takk nafnlaus en þetta er ekki rétt.

"Hvað er búið að afskrifa hjá íbúðalánasjóði? - Ekki neitt. Hvað er búið að afskrifa hjá sparisjóðunum? - Ekki neit...."

Steingrímur er að tala um afhverju hann heldur að hugmyndir Tryggva Þórs Herbertssonar gangi ekki upp. Hugmyndir hans byggja ekki á afskriftum erlendra skulda heldur afskriftum við flutning gömlu bankanna yfir í þá nýju, sem er framkvæmdin sem Steingrímur er að tala um í fréttatíma kvöldsins.

Hér er fréttin http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456558/2009/03/22/1/

Og hér er Steingrímur í Silfrinu í boði Láru Hönnu: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/835429/

En e.t.v. er skýring Lissyjar rétt, eftir stendur þá hugmynd Tryggva.

Nafnlaus sagði...

Versta við þetta er að hann ætlar sér ekki að hlusta á raddir fólksins - hann greinilega hefur það prsónulega ágætt - skilur ekki almenning- verund skapar vitund

Nafnlaus sagði...

Þú ert væntanlega að lesa rétt í Steingrím. Hann er búinn að sitja á þingi frá því 1983 í 26 ár. Sá sem er búinn að sitja svona lengi ætlast ekki til að þú fattir hann - þú átt að trúa honum, helst í blindni.
Þú mátt velja hvort þér finnst betra að það sé búið að afskrifa eða ekki. Trúa því að það hafi verið það besta fyrir þjóðina og kjósa rétt!

pjotr sagði...

Kjóst bara Sjálfstæðisflokkinn Hörður þeir virðast vera með lausnirnar sem þú ert að bíða eftir - eða hvað ?

Nafnlaus sagði...

Ekki örvænta.

Ég hef aldrei nokkurn tíma skilið Steingrím - ekki einu sinni þegar við vorum saman í flokki.

Samt líður mér vel.

- g.